Samfélagsleg áhrif af millilandaflugi á Norðurlandi eystra
Verkefnið mun meta áhrif af millilandaflugi Niceair frá Akureyri á einstaklinga, fyrirtæki og samfélög á Norður- og Austurlandi. Niðurstöðurnar munu nýtast við uppbyggingu millilandaflugs og opinbera stefnumótun í flugsamgöngum, stuðla að upplýstri almennri umræðu og auka sérfræðiþekkingu á byggðaáhrifum flugsamgangna.
Verkefnið er unnið af Þóroddi Bjarnasyni prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og rannsóknaprófessor í byggðafræði við Háskólann á Akureyri.
Áætluð verklok eru í lok árs 2023.
Upphæð: 1.200.000 kr.