Fara í efni

Saman gegn sóun á Norðurlandi eystra

Markmið verkefnisins er að miðla til almennings hvernig megi draga úr sóun í gegnum bókasöfn og önnur almannarými. Með verkefninu á að veita stuðning við fjölbreytt samfélagsleg verkefni sem draga úr sóun með viðburðahaldi, fræðslu og vitundarvakningu.

SSNE mun leiða saman bókasöfn og aðra áhugasama á starfsvæðinu, til að móta dagskrá sem innifelur í sér t.a.m. skiptimarkaði, viðburði sem hvetja til samvista, fræðslu um hringrásarhagkerfið og reddingakaffi.

Hér er verið að horfa til viðburðahalds Amtsbókasafnsins á Akureyri sem mun verða verkefninu til ráðgjafar.

Getum við bætt síðuna?