Fara í efni

Norðurslóðamiðstöð Íslands

Markmið verkefnisins er að Akureyri verði formlega viðurkennd Norðurslóðamiðstöð Íslands.


Markmið 1: Auka enn frekar vægi Akureyrar í málefnum Norðurslóða á Íslandi (Arctic Akureyri)
Markmið 2: Auka samvinnu sveitarfélaga á Norðausturlandi í málefnum Norðurslóða
Markmið 3: Auka stuðning við rannsóknasamvinnu á Norðausturlandi, vegna umsókna 

Málefni norðurslóða eru sífellt mikilvægari á alþjóðlegum vettvangi og virðist ekkert lát þar á. Uppbygging þverfaglegs þekkingarsamfélags á
Akureyri á sviði norðurslóða, þessi síðustu ár, hefur því verið heillavænlegt skref og treystir þátttöku landsins í alþjóðasamstarfi.
Málefni norðurslóða eru þess eðlis að þau almennt kalla á þverfaglega nálgun. Ef til vill hefur af þeirri ástæðu gefið góða raun að beina á einn
stað aðilum, ekki aðeins hér á landi, heldur einnig í öðrum norðurslóðaríkjum þar sem svipaðar miðstöðvar hafa byggst upp með
góðum árangri. Þannig hefur reynslan líka sýnt okkur að þær stofnanir sem þegar eru staðsettar á Akureyri hafa haft ýmsan ávinning af nálægð
sinni hver við aðra. Sterk miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi mun tvímælalaust styrkja og styðja við allt það margvíslega starf sem fram fer
víða um land og tengist norðurslóðum.

Verkefnið er unnið af Norðurslóðaneti Íslands

Upphæð 2022: 14.000.000 kr. 
Upphæð 2021: 10.000.000 kr. 

Getum við bætt síðuna?