Fara í efni

Kveikjan - Nýsköpunarvettvangur atvinnulífs og fræðasamfélags

Kveikjan tengir rótgróin fyrirtæki við fræðasamfélagið og sprotafyrirtæki á Norðurlandi eystra til að efla nýsköpun og styðja við þróun. Verkefnið styður vöruþróun, eykur tengslamyndun og styrkir samkeppnishæfni fyrirtækja með sérsniðnum viðburðum, ráðgjöf og aðgangi að öflugu tengslaneti.

Kveikjan er nýsköpunarverkefni á vegum Driftar EA sem hefur það að markmiði að efla nýsköpun innan starfandi fyrirtækja með því að tengja fræðanetið (háskóla og framhaldsskóla) og frumkvöðla við raunverulegar áskoranir í atvinnulífinu. Verkefnið er byggt upp að fyrirmynd Ignite Sweden og snýst um að styðja fyrirtæki í að innleiða nýjar lausnir, þróa vörur og auka samkeppnishæfni sína með því að vinna með frumkvöðlum.

Þátttakendur í Kveikjunni fá sérsniðna ráðgjöf og aðgang að öflugu nýsköpunarumhverfi á Norðurlandi eystra. Fyrirtæki fá tækifæri til að vinna með sprotafyrirtækjum og háskólanemum að lausnum á eigin áskorunum, sem skapar verðmæt tækifæri fyrir alla aðila. Verkefnið felur í sér einkaviðtöl, greiningu á áskorunum, stuðning við þróunarverkefni og tengingar við alþjóðleg nýsköpunarnet.

Framlag úr Sóknaráætlun 2025: 8.000.000 kr. 

Getum við bætt síðuna?