Gönguleiðir á Norðurlandi eystra
Megintilgangur verkefnis um skráningu gönguleiða er að til verði miðlægt skráningarkerfi um gönguleiðir sem er eins fyrir allt landið. Ferðamálastofa hýsir þennan gagnagrunn. Tilgangurinn er að miðla samræmdum og áreiðanlegum upplýsingum um gönguleiðir á starfssvæði SSNE og hvetja til ferðalaga, útivistar og náttúruskoðunar á ábyrgan og öruggan hátt. Verkefninu er ætlað að auðvelda ferðafólki að velja hentugar leiðir, sem hæfa hverjum og einum, til þess að upplifunin verði sem öruggust og ánægjulegust.
15-20 merktar og skráðar gönguleiðir á svæðinu sem henta fyrir byrjendur sem og vanara göngufólk. Farið verður í markaðsherferð á samfélagsmiðlum með áherslu á gönguleiðir. Hér má finna gagnagrunn Ferðamálastofu
Framlag úr sóknaráætlun 2025: 4.000.000 kr.