Fara í efni

Forgangsverkefni fjölmenningarráðs SSNE

Markmiðið er að auka vægi fjölmenningar í landshlutanum, sækja í auknum mæli skoðanir fólks af erlendum uppruna og vinna staðfast að hagsmunum þessa ört stækkandi hóps á svæðinu.   

Fjölmenningarráð hefur forgangsraðað þeim hugmyndum og verkefnum sem það mun vinna á árinu 2023.  Sótt er um fjárveitingu til að standa straum af kostnaði við eftirfarandi verkþætti: 

  1. Fullmanna fjölmenningarráð með því að bæta við 2 erlendum íbúum sem hafa búið skemur en 5 ár á Íslandi 
  2. Uppfæra fjölmenningarstefnu og fylgja eftir að öll aðildarsveitarfélög nýti hana til grunngerðar eigin fjölmenningarstefnu 
  3. Aðstoða öll sveitarfélög við að vinna, og framfylgja, aðgerðaáætlun fjölmenningarstefnu 
  4. Tryggja að mótttökuáætlun barna af erlendum uppruna í öllum grunnskólum á svæðinu sé skólastjórnendum kunn og henni framfylgt 
  5. Bæta aðgengi innflytjenda að upplýsingum SSNE á erlendum tungumálum 

 

Upphæð 2023: 1.500.000 kr. 
Upphæð 2022: 1.500.000 kr. 

Getum við bætt síðuna?