Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystra
Markmið verkefnisins er að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann, ásamt því að efla farsæld barna og fjölskyldna þeirra með samþættum og snemmtækum stuðningi sem byggir á kerfiskenningum.
Hér er um að ræða samstarfsverkefni allar sveitarfélaga á Norðurlandi eystra sem áður hefur hlotið 70 m.kr. styrk frá mennta- og barnamálaráðuneyti. Fjölskylduþjónustan er tímabundið stuðningsúrræði fyrir börn á aldrinum 0–18 ára og fjölskyldur þeirra. Úrræðið er hannað til að bregðast við: Fyrstu merkjum um vanda í fjölskyldum, tenglarofi, ofbeldishegðun, andlegri vanlíðan, áföllum, hegðunarerfiðleika, félagslega einangrun, skólaforðun eða deilur foreldra svo dæmi séu tekin.
Framlag úr Sóknaráætlun árið 2025: 10.000.000 kr.