Fara í efni

Fiðringur, hæfileikakeppni unglinga á Norðurlandi eystra

Markmið verkefnisins er að stuðla að listsköpun ungmenna og hvetja þau til að semja, æfa og flytja sína eigin frumsköpun.
Að leiðbeina ungmennum í samvinnu, lýðræðislegri hugsun og ákvarðanatöku þegar kemur að því að velja milli hugmynda og gera þær að veruleika.
Að skapa vettvang fyrir ungmenni af öllu svæðinu til að halda uppskeruhátíð og flytja verk sín á stóru sviði með öllum leikhústöfrunum.

Fyrirmyndir Fiðrings eru hinn árlegi Skrekkur í Reykjavík og hinn tveggja ára gamli Skjálfti á Suðurlandi.

Í hverjum skóla sem tekur þátt er Fiðringur kynntur, þátttakendur bjóða sig fram og vinna að sinni listsköpun með leiðbeinanda fram að undankeppni/lokakvöldinu. Leiðbeinendur fá námskeið áður en hafist er handa svo allir séu á sömu blaðsíðu. Aðalmálið er að hugmyndir nemenda séu útgangspunktur. Hvað liggur þeim á hjarta? Að rödd framtíðarinnar fái að ávarpa samtímann.

Verkefnastjóri Fiðrings er María Pálsdóttir.

Staða á verkefninu: Í undirbúningi.

Upphæð 2023: 5.000.000.- 
Upphæð 2022: 3.000.000.-

Getum við bætt síðuna?