Fara í efni

Efling íslensku sem annars máls fyrir fullorna á starfssvæði SSNE

Markmið verkefnisins er að mynda samráðsvettvang þeirra opinberu aðila sem koma að kennslu íslensku sem annars máls fyrir ungmenni og fullorðna (16 ára og eldri) á starfssvæði SSNE.

Bæta aðgengi að og skipulag á námi í íslensku sem öðru námi. Þar með talið aðgengi óháð staðsetningu.

Upphæð: 965.000 kr.

Framkvæmdaraðili er SÍMEY

Áhersluverkefninu er lokið og næstu skref í verkefninu liggja fyrir.

Kortlagningu á þeim stofnunum sem koma að kennslu íslensku sem annars máls fyrir fullorðna er lokið. Það eru framhaldsskólarnir 5 á starfssvæði SSNE, Háskólinn á Akureyri og símenntunarmiðstöðvarnar tvær. Þessir aðilar hafa myndað samráðsvettvang um þjónustu við fullorðna innflytjendur á svæðinu til að fara ofan í saumana á skipulagi og aðgengi náms. 

Horft var til þriggja meginþátta:
 - Stig fræðslu samkvæmt Evrópska tungumálarammanum
 - Almenn og sértæk ráðgjöf í boði fyrir markhóp
 - Kennsluefni  

 

 

Getum við bætt síðuna?