Fara í efni

STOFNANIR OG SAMSTARFSAÐILAR

Listi yfir samstarfsaðila

Vistorka

Vistorka er einkahlutafélag í 100% eigu Norðurorku. Markmiðið með stofnun Vistorku er að stuðla að framleiðslu umhverfisvæns eldsneytis með sjálfbærri nýtingu hráefnis sem fellur til á Eyjafjarðarsvæðinu. Félagið kannar auk þess mögulega nýtingu á þeim hliðarafurðum sem framleiðslunni tengjast og með hvaða hætti nýting og samspil þeirra getur stutt við meginmarkmiðin.

Eimur

Eimur er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Norðurorku, Orkuveitu Húsavíkur og Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Markmið verkefnisins er að bæta nýtingu orkuauðlinda og auka nýsköpun í orkumálum á Norðausturlandi. Ætlunin með samstarfinu er meðal annars að byggja upp atvinnulíf og auka verðmætasköpun á svæðinu, með sérstakri áherslu á sjálfbærni, grænar lausnir, nýsköpun og hátækni.

Norðanátt

Samstarfsverkefnið Norðanátt er hreyfiafl sem miðar að því að skapa kraftmikið umhverfi á Norðurlandi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Norðanátt samanstendur af viðburðum sem styðja við frumkvöðla með hugmyndir á ólíkum stigum. Norðanátt hefur horft til hringrásarhagkerfis og matar, vatns og orku sérstaklega í sínum verkefnum.

Loftlagsráð

Loftslagsráð veitir stjórnvöldum aðhald og ráðgjöf um stefnumarkandi ákvarðanir sem tengjast loftslagsmálum og er sjálfstætt og óháð í störfum sínum.

Orkusetur

Hlutverk Orkuseturs er að stuðla að aukinni vitund almennings og fyrirtækja um skilvirka orkunotkun og möguleika til orkusparnaðar. Verkefni Orkuseturs eru einnig á sviði nýrra orkugjafa og gerð fræðsluefnis. Orkusetrið er óháð og sjálfstæð eining sem vinnur að markmiðum sínum sem einskonar tengiliður milli stjórnvalda, almennings, fyrirtækja og stofnana.

Orkusetrið er stofnað af Orkustofnun í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu auk þess sem Samorka kemur að fjármögnun setursins.
Innan orkusviðs Evrópusambandsins (ESB) er að finna sjóð undir heitinu Intelligent Energy – Europe (IEE). Meðal þeirra verkefnaflokka sem IEE er ætlað að styrkja er stofnun svokallaðra orkusetra eða orkuskrifstofa (Energy Agenies) í aðildarlöndunum. Þeim er ætlað að starfa svæðisbundið og hafa þegar verið stofnaðar um 350 slíkar skrifstofur að tilstuðlan IEE víðs vegar um Evrópu.

Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar – Veðurstofa Íslands.

Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar – Veðurstofa Íslands er ætlað að horfa til aðlögunarþátta og sinna loftlagsþjónustu sem snúa að þeim. Stefnan er að útbúa vettvang til að miðla sviðsmyndum og benda á aðlögunarþörf.

Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun, UST, hefur meðal annars það hlutverk að vera sveitarfélögum til aðstoðar varðandi stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra um úrgangsmál. Þar má einnig finna tölfræði tengt úrgangsmálum og ársskýrslur. 

Náttúrustofa Norðausturlands

Hlutverk Náttúrustofa Norðausturlands er að safna gögnum, varðveita heimildir um náttúrufar og stunda vísindalegar náttúrurannsóknir, auk þess að veita fræðslu og ráðgjöf um umhverfismál, stuðla að æskilegri landnýtingu og náttúruvernd og annast almennt eftirlit með náttúru landsins.

Úrvinnslusjóður

Starfsemi Úrvinnslusjóðs felst einkum í umsýslu og ráðstöfun úrvinnslugjalds, samningum við aðila um úrvinnslu úrgangs á grundvelli útboða eða verksamninga eftir því sem við á.

Skógræktin

Skógræktin er ríkisstofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og þjónar skógrækt á Íslandi samkvæmt lögum um skógrækt., hægt að finna skógarkolefnisreiknivél, verkefni um vottun skógræktar og fleira nýtilegt. 

Landgræðslan

Landgræðslan er þekkingar- og þjónustustofnun. Markmiðin eru að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Landgræðslan starfar eftir lögum um landgræðslu nr 155/2018.

Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins.

Ráðgjafa miðstöð landbúnaðarins RML er ráðgjafafyrirtæki í landbúnaði og tengdum greinum. Allir bændur landsins eiga kost á ráðgjöf RML og RML fer með framkvæmd sameiginlegra verkefna skv. búnaðarlögum í umboði Bændasamtaka Íslands. 

Orkustofnun

Orkustofnun starfar undir yfirstjórn atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins samkvæmt lögum og reglugerð um Orkustofnun. Orkustofnun sér m.a. um orkusjóð.