Fara í efni

Uppbyggingarsjóður

Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja við verkefni sem falla að Sóknaráætlun Norðurlands eystra í þremur flokkum, atvinnulífs, blómlegra byggða og stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) annast umsýslu sjóðsins í landshlutanum og er auglýst einu sinni á ári eftir umsóknum um styrki.

Næsti umsóknafrestur verður haust 2026

Allt starfsfólk SSNE veitir ráðgjöf í tengslum við verkefni í Uppbyggingarsjóð. Þú getur pantað hjá þeim fjar- eða staðfundi.

Hvernig verkefni eru styrkhæf?

Veittir eru styrkir úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra í eftirfarandi þremur flokkum:

  • Verkefnastyrkir á sviði atvinnulífs
  • Verkefnastyrkir á sviði blómlegra byggða
  • Stofn- og rekstrarstyrkir á sviði menningar

Umsækjendum er bent á að kynna sér vel og styrkja þannig umsóknir sínar:

Hvar sæki ég um?

Sótt er um á rafrænu umsóknarformi Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra.

Leiðbeiningar og hjálpartól

Í kynningu verkefnisins skal stuðningi Sóknaráætlunar Norðurlands eystra ávallt getið. Almennt skal miða við að viðburðir eða verkefni styrkt úr Sóknaráætlun séu auglýst á öllu starfssvæði SSNE. Hér má sækja merki Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.