Fara í efni

Upptakturinn - Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna

Markmið verkefnisins eru að stuðla að tónsköpun ungs fólks, hvetja börn og ungmenni til að semja eigin tónlist og
aðstoða þau við að fullvinna hugmyndir sínar í vinnusmiðju með fagfólki, auk þess að gefa þeim tækifæri til að upplifa
eigin tónlist í flutningi atvinnutónlistarfólks við kjöraðstæður á tónleikum í Menningarhúsinu Hofi.
Til verða ný tónverk sem flutt verða á tónleikum Upptaktsins í Hofi auk þess sem þau verða varðveitt með upptöku.

Verkefnastjóri Upptaksins er Kristín Sóley Björnsdóttir viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar.

Staða á verkefninu: Í undirbúningi. 

Upphæð 2023: 850.000 kr. 
Upphæð 2021: 1.500.000 kr.