Fara í efni

Úthlutunarnefnd - 4. fundur

26.04.2016

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra

Úthlutunarnefnd

4. fundur

Árið 2016, þriðjudaginn 26. apríl kl. 16:00, kom úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Sóknaráætlunar Norðurlands eystra saman til fundar að Hafnarstræti 91. Mætt voru: Eva Hrund Einarsdóttir formaður,  Arnór Benónýsson, Hulda Sif Hermannsdóttir, Sigurður Steingrímsson og Birna Björnsdóttir í síma. Einnig var mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

Formaður Eva Hrund Einarsdóttir bauð fundarmenn velkomna og fór yfir starfshætti úthlutunarnefndar og verklagsreglur Uppbyggingarsjóðs síðan var gengið til dagskrár.

1. Fjárhagsrammi og vanhæfi.

Fjárhagsrammi Menningarráðs Eyþings – fagráðs menningar markast af ákvörðun stjórnar Eyþings. Árið 2016 hefur ráðið til ráðstöfunar 36.237.750 milljónir króna. Við þessa upphæð bætast niðurfelldir og lækkaðir styrkir frá árinu 2015 að upphæð 4.410.700 þúsund kr.

Uppbyggingarsjóði bárust  120 umsóknir um verkefnastyrki og 18 umsóknir um stofn- og rekstarstyrki. Samtals sótt um upphæð  128.769.331 kr. Þar af  91.979.867 kr. til verkefnastyrkja og 36.789.464 kr. til stofn- og rekstrarstyrkja.

Á fundum dagana 17.-18. apríl fór fagráðið ítarlega yfir allar umsóknir og lagði til grundvallar, samning um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019, verklagsreglur Uppbyggingarsjóðs 2016 og matsblað.  

Menningarráð Eyþings – fagráð menningar gerir tillögu að úthlutað verði vilyrðum vegna verkefnastyrkja til 65 verkefna að upphæð 30.640 þús. kr.  Til stofn- og rekstrarstyrkja er lagt til að veitt verði vilyrði til 8 aðila að upphæð 9.350 þús. kr.

Um vanhæfi:

Arnór kvaðst vanhæfur í umsókn nr:  M-16083, M-16084.  Bar hann undir fundinn hvort þetta vanhæfi þýddi að hann væri vanhæfur við afgreiðslu úthlutunarnefndar í heild sinni.  Fundurinn kvað svo ekki vera.

Hulda Sif kvaðst vanhæf í umsókn nr:  M-16011, M-16018 og M-16022.

Birna Björnsdóttir kvaðst vanhæf í umsókn nr:  M-16052.

Viku fundarmenn af fundi undir afgreiðslu þessara umsókna.

 

 

 

 

2.  Tillaga Menningarráðs Eyþings fagráðs menningar.

Formaður fagráðs menningar, Arnór Benónýsson, fór yfir verklag sem var viðhaft við vinnu fagráðs við mat á umsóknum.   Farið var  yfir rök fyrir höfnun umsókna.  Tillaga að styrkvilyrðum fagráðs var kynnt í kjölfarið.   Nokkrar umræður urðu um tillöguna sem var samþykkt samhljóða.

Eftirtalin verkefni hljóta styrk úr menningarhluta Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra 2016.

Verkefnastyrkir:

 

 

Stofn- og rekstrarstyrkir:

 

 

Næsti fundur úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra verður haldinn mánudaginn 9. maí kl. 16 að Hafnarstræti 91.

Fundi slitið kl.   19.25

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir fundaritari.

 

 

 

 

Getum við bætt síðuna?