Fara í efni

Úthlutunarnefnd - 1. fundur

02.06.2015

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra

Úthlutunarnefnd

1. fundur

Árið 2015, þriðjudaginn 2. Júní kl. 14:00, kom úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Sóknaráætlunar Norðurlands eystra saman til fundar að Hafnarstræti 91. Mætt voru: Eva Hrund Einarsdóttir formaður,  Arnór Benónýsson, Hulda Sif Hermannsdóttir, Sigurður Steingrímsson. Birna Björnsdóttir boðaði forföll. Einnig var mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

Formaður Eva Hrund Einarsdóttir bauð fundarmenn velkomna og fór yfir starfshætti úthlutunarnefndar og verklagsreglur Uppbyggingarsjóðs síðan var gengið til dagskrár.

1. Fjárhagsrammi og vanhæfi.

Fjárhagsrammi Menningarráðs Eyþings – fagráðs menningar markast af ákvörðun stjórnar Eyþings. Árið 2015 hefur ráðið til ráðstöfunar 35 milljónir króna, þar af til verkefnastyrkja á sviði menningar 22. milljónir króna, til stofn- og rekstrarstyrkja 12. milljónir króna. Við þessa upphæð bætast niðurfelldir og lækkaðir styrkir að upphæð 1,650 þúsund kr.

Á fundum dagana 17.-18. maí fór fagráðið ítarlega yfir allar umsóknir og lagði til grundvallar, samning um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019, verklagsreglur Uppbyggingarsjóðs 2015 og matsblað.   Auk þess, samkv. 17. gr. verklagsreglna, menningarsamning við sveitarfélögin í Eyþingi 2014.

Um vanhæfi:

Arnór kvaðst vanhæfur í umsókn nr:  21

Hulda Sif kvaðst vanhæf í umsókn nr: 8

 

1.  Tillaga Menningarráðs Eyþings fagráðs menningar.

Formaður fagráðs menningar, Arnór Benónýsson, fór yfir verklag sem var viðhaft við vinnu fagráðs við mat á umsóknum.   Farið var  yfir rök fyrir höfnun umsókna.  Tillaga að styrkvilyrðum fagráðs var kynnt í kjölfarið.   Nokkrar umræður urðu um tillöguna sem var samþykkt samhljóða.

Eftirtalin verkefni hljóta styrk úr menningarhluta Uppbyggingarsjóðs 2015.


 

Verkefnastyrkir:

 

Verkefni

Umsækjandi

Úthlutað

1

Hjartað slær, endurnýting á konu

Anna Richardsdóttir

900.000

2

Alþjóðlegt eldhús

Samfélags og mannréttindanefnd Akureyrarbæjar

250.000

3

Raufarhafnarsögur

Silja Jóhannesdóttir

150.000

4

Myndlistarfélagið á Akureyri

Ymur - Tilraunakenndur Sólarhringur

440.000

5

Margbreytilegur einfaldleiki

Þórarinn Hannesson

100.000

6

Göngulestur lifnar við

Brynhildur Þórarinsdóttir

600.000

7

Litla ljóðahátíðin

Litla ljóðahámerin

300.000

8

Ungskáld2015

Amtsbókasafnið á Akureyri

250.000

9

Lifandi viðburðir í Ljóðasetri Íslands

Ljóðasetur Íslands

200.000

10

Frábær Raufarhöfn

Rannsóknarstofnun norðausturlands

300.000

11

Endurreisn leiklistar í Kelduhverfi og Öxarfirði

Ungmennafélagið Leifur heppni - leiklistardeild

200.000

12

Skapandi líf

Menningarfélagið Gjallandi

150.000

13

Dansaðu fyrir mig

Kvenfélagið Baugur Grímsey

100.000

14

Saga Húsavíkur - heimildamynd

Rafnar Orri Gunnarsson

500.000

15

Heimildamynd um lífshætti Mývetninga á síðustu öld

Garðar Finnsson

250.000

16

Jóladagatal 2015: Ingibjörg  og álfurinn

Dagný Hulda Valbergsdóttir

150.000

17

Vídeólistahátíðin Heim

Arna Guðný Valsdóttir

500.000

18

Ég tala ei við ókunnuga

Kristján Pétur Sigurðsson

400.000

19

útför - saga ambáttar og skattsvikara

Vilhjálmur Bergmann Bragason

730.000

20

Jólaævintýri Stúfs

Margrét Sverrisdóttir

600.000

21

Leikritun 2015

Ungmennafélagið Efling Reykjadal

400.000

22

Þöggun

Leikfélag Hörgdæla

300.000

23

Konur kjósa

Margrét Guðmundsdóttir

700.000

24

Konur í öndvegi

Menningarmiðstöð Þingeyinga

550.000

25

Safnakvöld í Þingeyjarsýslu

Safnaþing - Þingeysk söfn og saga

400.000

26

Konur og mótorhjól

Mótorhjólasafn Íslands

250.000

27

Skyggnst inn á heimili um jól

Menningarfélagið Berg ses

250.000

28

Safnasafnið 20 ára

Safnasafnið á Svalbarðsströnd

250.000

29

Miðaldadagar á Gásum

Gásakaupstaður ses

500.000

30

Jólasveinarnir í Dimmuborgum

Mývatnsstofa ehf

300.000

31

Verksmiðjan

Verksmiðjan á Hjalteyri

1.500.000

32

GraN Grafik Nordica

Gran, Grafík Nordica

1.500.000

33

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

1.000.000

34

Reitir

Arnar Ómarsson

900.000

35

Rót

Rót menningarfélag

800.000

36

Beggja skauta byr

Yst - Ingunn St. Svavarsdóttir

745.000

37

Kaktus

Kaktus menningarfélag

500.000

38

Fiskvinnsla

Birna Sigurðardóttir

250.000

39

Arthouse Mousetrap

Anita Karin Guttesen

200.000

40

Hústaka

Brák Jónsdóttir

100.000

41

Vaka - Listahátíð á þjóðlegum nótum

ÞjóðList ehf

1.000.000

42

Kveldúlfur

Hymnodia Kammerkór

600.000

43

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði

600.000

44

Spilað fyrir hafið - tónleikar á Fonti á Langanesi

Langanesbyggð

500.000

45

Fiðla og fótstigið, skólatónleikar

Lára Sóley Jóhannsdóttir

340.000

46

Barokkdömur

Helena Guðlaug Bjarnadóttir

300.000

47

Í ævitúni söngljóðahátíð Jóns Hlöðvers

Tölvutónn ehf

300.000

48

Ísold endurvakin

Ísold kammerkór

300.000

49

Lítil saga úr orgelhúsi

Michael Jón Clarke

250.000

50

Sumarfjör hjá Tónlistarfélaginu

Tónlistarfélag Akureyrar

250.000

51

Að komast á legg - tíu ára afmælisdagskrá

Flygilvinir - tónlistarfélag við Öxarfj

200.000

52

Tónleikar Barokksveitar Hólastiftis í Akureyrarkirkju

Barkokksmiðja Hólastiftis

200.000

53

Norðlenskar konur í tónlist

Lára Sóley Jóhannsdóttir

200.000

54

Kvæðin okkar

Elvý G. Hreinsdóttir

150.000

     

23.655.000

 

 

 

Stofn- og rekstrarstyrkir:

 

Umsækjandi

Verkefni

úthlutað

1

Kaktus menningarfélag

stofnstyrkur

150.000

2

Mótorhjólasafn Íslands

Mótorhjólasafn íslands efri hæð

2.500.000

3

Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar

Rekstrarstyrkur til Þjóðlagasetur sr. Bjarna

1.400.000

4

Gásakaupstaður ses

Gásakaupstaður ses - Miðaldakirkja á Gásum

2.000.000

5

Grýtubakkahreppur

Skólasafnið á Grenivík

250.000

6

Grýtubakkahreppur

Uppsetning báta, vindu og brautar

1.000.000

7

Jónasarstofa Í Hrauni í Öxnadal

Jónasarstofa í Hrauni í Öxnadal - rekstrarstyrkur

1.000.000

8

Fræðafélag um Forystufé

Rekstrarstyrkur fyrir fræðasetur um forystufé

750.000

9

Menningarfélagið út á Túni

Fjúk Arts Centre

550.000

10

Skjálftafélagið félag áhugamanna

Skjálftasetur - rekstur

1.400.000

11

Verksmiðjan á Hjalteyri

Gestavinnustofa í Verksmiðjunni á Hjalteyri

1.000.000

 

   

12.000.000

 

3. Önnur mál

Ábending kom fram frá formanni nefndarinnar að gott væri að hafa upplýsingar um hversu margar úthlutanir einstaka verkefni í stofn- og rekstrarstyrkjum hefðu fengið.

Stefnt er að næsta fundi úthlutunarnefndar haldinn 18. júní.

Fundi slitið 15.40

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir fundarritari

 

 

 

 

Getum við bætt síðuna?