Fara í efni

Úthlutunarnefnd - 8. fundur

15.01.2020

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra

Úthlutunarnefnd
9. fundur 21. janúar 2020 kl.10:00, Hafnarstræti 91, 600 Akureyri

Mætt voru: Eva Hrund Einarsdóttir formaður, Hulda Sif Hermannsdóttir, Eiríkur H. Hauksson, Tryggvi Finnsson og Dagbjört Bjarnadóttir. Einnig var mætt Vigdís Rún Jónsdóttir, verkefnastjóri menningarmála hjá Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, sem ritaði fundargerð.

Fundarsetning:

Formaður, Eva Hrund Einarsdóttir, bauð fundarmenn velkomna til fundar og gengið var til dagskrár.

1.     Fjárhagsrammi og vanhæfi

Uppbyggingarsjóði bárust alls 158 umsóknir, þar af 68 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 90 til menningar. Samtals var sótt um tæpar 335 mkr., þar af rúmar 190 mkr. til atvinnuþróunar og nýsköpunar, og 144,6 mkr. til menningarstarfs.

Fjárhagsrammi Uppbyggingarsjóðs markast af ákvörðun stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE), sbr. fundargerð nr. 327 frá 20.11.2019. Þar kemur fram að árið 2020 hefur Uppbyggingarsjóður til úthlutunar samtals 76 m.kr. sem skiptist jafnt milli menningar (38 millj.) og atvinnuþróunar og nýsköpunar (38 millj.). Jafnframt kemur fram að sthórn SSNE heimili úthlutunarnefnd að færa fjármuni á milli verkefnaflokka ef svigrúm skapast.

Á fundum dagana 10.-11. janúar og 11.-12. janúar fóru fagráð ítarlega yfir allar umsóknir og lagður var til grundvallar, samningur um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019, verklagsreglur Uppbyggingarsjóðs 2019 og matsblað.

Um vanhæfi:

Eva Hrund Einarsdóttir var kosin vanhæf í umsóknum nr. 5900 og 5924.
Dagbjört Bjarnadóttir var kosin vanhæf í umsóknum nr. 5712 og 5678.

Viku fundarmenn af fundi undir afgreiðslu þessara umsókna.

2.     Tillaga fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar

Formaður fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar, Eiríkur H. Hauksson, fór yfir verklag sem var viðhaft við vinnu fagráðs við mat umsókna. Farið var yfir rök fyrir höfnun umsókna. Tillaga að styrkvilyrðum fagráðs var kynnt í kjölfarið, lagt var til að styrkja 32 verkefni að upphæð kr. 38.000.000.- Nokkrar umræður urðu um tillöguna. Úthlutunarnefnd samþykkti tillögur fagráðsins samhljóða.

3.     Tillaga fagráðs menningar

Formaður fagráðs menningar, Hulda Sif Hermannsdóttir, fór yfir verklag sem var viðhaft við vinnu fagráðs við mat á umsóknum. Tillaga að styrkvilyrðum fagráðs var kynnt og í kjölfarið var farið yfir rök fyrir höfnun umsókna. Lagt var til að styrkja 50 verkefni að upphæð 38.000.000.- Nokkrar umræður urðu um tillöguna sem var samþykkt samhljóða.

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra mun fara fram í Skjólbrekku í Mývatnssveit föstudaginn 7. febrúar kl. 16.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 14:20.

Vigdís Rún Jónsdóttir fundarritari.

Fylgiskjöl: Endanleg úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra 2020.

 

Eftirtalin verkefni hljóta styrk á sviði menningar og atvinnuþróunar og nýsköpunar úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra 2020.

Heiti verkefnis

Umsækjandi

Úthlutað

Garður, Skúlptúrgarður við Alþýðuhúsið á Siglufirði

Aðalheiður S Eysteinsdóttir

300.000

Skynverur

Áki Sebastian Frostason

550.000

Hrísey og Grímsey í fókus

Akureyrarkaupstaður

2.000.000

Listvinnustofur Listasafnsins á Akureyri

Akureyrarkaupstaður

345.000

Norðlenskt píanósumar

Alexander Smári K Edelstein

1.000.000

Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Alþýðuhúsið á Siglufirði, félagasamtök

2.500.000

Ungskáld 2020

Amtsbókasafnið á Akureyri

500.000

Kaka fyrir þig!

Anna María Richardsdóttir

400.000

Lög

Anna María Richardsdóttir

400.000

Berjadagar Tónlistarhátíð 2020

Berjadagar,fél um tónlistahátíð

750.000

Photographing The north

Einar Guðmann

1.000.000

Kennslugerði

Erlingur Ingvarsson

850.000

Rekstur Ljóðaseturs Íslands

Félag um Ljóðasetur Íslands

1.200.000

Opinn dagur í Gúlaginu 2020

Fjölnir Unnarsson

500.000

Flygilvinir færa sig upp á skaftið

Flygilvinir-tónlistarfélag við Öxarfjörð

300.000

Fræðasetur um forystufé

Fræðafélag um forystufé

1.500.000

Grunnur Fjallabyggðar

Fríða Björk Gylfadóttir

210.000

Fjalla Salur

Friðrika Sigurgeirsdóttir

750.000

Miðaldadagar á Gásum

Gásakaupstaður ses

900.000

Sundmagar – vinnsla og markaður

GHÞ ehf

1.000.000

Meðan lífs ég er

Hælið ehf.

1.000.000

Síldarstúlkur

Halldóra Guðjónsdóttir

750.000

Vetrarupplifun, frumefni, menning og matur.

Heimahagar ehf.

1.000.000

Óskarsstöð-staðarpríði

Heimsendi-Menningarfélag Óskarsstöð

750.000

Bifröst - brú til framtíðar

Heimskautsgerði á Raufarhöfn

1.000.000

Dalurinn

Helga Kvam

450.000

Drekinn, upplýsingar til ferðamanna um liðna tíma

Helgi Ólafsson

300.000

Röstin gestavinnustofa

Hildur Ása Henrysdóttir

800.000

Hraun í Öxnadal - Jónasarsetur

Hraun í Öxnadal ehf.

1.000.000

Útilistaverk á Raufarhöfn, litagleði úr reka.

Ingibergur F Gunnlaugsson

600.000

Tröllið í Hofi - Barnamenning

Jónborg Sigurðardóttir

550.000

Snertur af náttúrunni.

Joris Johannes F Rademaker

300.000

Kaktus

Kaktus, menningarfélag

1.000.000

Hótel í Öxarfjarðarhéraði: áframhaldandi kynningarvinna

Karin Anna Maria Englund

1.000.000

Útivistarferðaþjónusta í Bárðardal

Kiðagil ehf

500.000

Verið

Klifaeignir ehf.

450.000

Kóramót Norðurþingeyinga

Kór Raufarhafnarkirkju

500.000

Pastel ritröð

Kristín Þóra Kjartansdóttir

800.000

Sumarsólstöður í Grímsey

Kvenfélagið Baugur

400.000

Skógar[g]ull

Lón 2 ehf

400.000

Demantshringurinn - Diamond Circle

Markaðsstofa Norðurlands

2.000.000

Matur úr héraði

Matur úr héraði-Local food, félag

500.000

Leikfelag unga fólksins

Menningarfélag Akureyrar ses.

600.000

Allar gáttir opnar

Minjasafnið á Akureyri

500.000

Tónlist á Akureyri - Örlítið meiri diskant

Minjasafnið á Akureyri

250.000

Músík í Mývatnssveit 2020

Músik í Mývatnssveit, félag

750.000

Myndlistarfélagið

Myndlistarfélagið

500.000

Mývatns Spírulina

Mýsköpun ehf.

3.000.000

Jólasveinarnir í Dimmuborgum - æfingabúðir

Mývatnsstofa ehf.

800.000

Sókn til framtíðar

N4 ehf.

2.000.000

Bakvið tjöldin

N4 ehf.

1.000.000

Veggurinn í Kelduhverfi - tækifæri?

Norðurhjari,ferðaþjónustusamtök

1.000.000

Leiklistarnámskeið Draumaleikhússins

Petz slf.

600.000

Nýting lághita til frostþurrkunar

Raftákn ehf.

2.500.000

Samspil/Interplay

Rósa Júlíusdóttir

1.000.000

Neró Nammi

Rósmarín ehf

1.000.000

Viðskipta- markaðs og söluáætlun

runia ehf.

750.000

Menningartengd Hestaferðamennska

Saltvík ehf

1.000.000

Samgönguminjasafnið Ystafelli

Samgönguminjasafnið Ystafelli

850.000

Lífrænn gos bjór unnin úr öðrum flokki lífrænna gulróta.

Sara Stefánsdóttir

1.500.000

Listviðburðir í Pálshúsi 2020

Sigurhæð ses.

700.000

Ólafsfjarðarstofa - Pálshús

Sigurhæð ses.

2.000.000

Skjálftasetrið á Kópaskeri

Skjálftafélagið-félag áhugafólks um jarðskjálftasetur á Kópaskeri

750.000

Þróun og uppbygging þaravinnslu á Norðurlandi

Snæbjörn Sigurðarson

1.000.000

Sleðahundagleði í Reykjadal

Snow Dogs ehf.

1.500.000

Raunir Jeremíasar

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir

245.000

Orka norðursins

Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir

500.000

Stelpur Rokka Norðurland

Stelpur rokka Norðurland

400.000

Hver vill hugga krílið

Stúlknakór Akureyrarkirkju

700.000

Gönguleið um Langanesfjöll

Sverrir Möller

750.000

Ræktun á Austursandi í Öxarfirði

Tryggvi Hrafn Sigurðsson

1.000.000

Viðgerðar - og dráttarbílaþjónusta

Tryggvi Pálsson

500.000

Í myrkri eru allir kettir gráir

Umskiptingar ehf.

1.000.000

Súlur Vertical

Ungmennafélag Akureyrar

1.500.000

Fjölskyldusirkushelgar í Eyþingi 2020

Unnur María Máney Bergsveinsdóttir

400.000

Lúxus tjaldgisting og hæglætis ferðaþjónusta

Vað ehf.

1.000.000

Verksmiðjan á Hjalteyri - dagskrá 2020

Verksmiðjan á Hjalteyri

3.500.000

Stærsti skógur á Íslandi

Vistorka ehf.

500.000

Störf án staðsetningar - Greining á fjarvinnslu

Þekkingarnet Þingeyinga

750.000

Álfar og tröll

Þórhildur Örvarsdóttir

800.000

Þegar djassinn hitti barokkið

Þórhildur Örvarsdóttir

400.000

N-Ice Air (niceair.is)

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson

3.500.000

 

 

Getum við bætt síðuna?