Fara í efni

Fagráð menningar - 7. fundur

18.04.2016

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra

Fagráð menningar

7. fundur.

Árið 2016, sunnudaginn 18. apríl kl. 13:00, kom Menningarráð Eyþings- fagráð menningar saman til fundar að Hótel Natur Svalbarðsströnd. Mætt voru: Arnór Benónýsson formaður, Hildur Stefánsdóttir, Kjartan Ólafsson og Valdimar Gunnarsson. Forföll boðaði Þórgunnur Oddsdóttir ekki náðist í varamann.  Einnig var mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.

Fundarsetning:

Formaður, Arnór Benónýsson, bauð fundarmenn velkomna til fundar og  gengið var til dagskrár.

1. Úthlutun verkefnastyrkja

Borist höfðu 120 umsóknir um verkefnastyrki og 18 um stofn- og rekstarstyrki. Alls 138 umsóknir, sótt var um kr. 130.133.446.- Þar af 91.979.867.- til verkefnastyrkja og 38.153.579.- til stofn- og rekstrarstyrkja.

Formaður gerði grein fyrir hvaða fjármagn menningarhluti Uppbyggingarsjóðs hefði til ráðstöfunar. Heildarfjármagn til ráðstöfunar eru 36.273.750 milljónir. Við þessa upphæð bætast niðurfelldir og lækkaðir styrkir að upphæð 4.410.700 þúsund krónur.  Alls til úthlutunar eru kr. 40.684.450.-

 

Um vanhæfi:

Arnór kvaðst vanhæfur í umsóknum nr. M-16083, M-16084, M-16085

Hildur kvaðst vanhæf í umsókn nr.  M-16016

Kjartan kvaðst vanhæfur í umsóknum nr.   M-16081, M-16106

 

Unnið var að flokkun og yfirferð umsókna að fundarlokum.

Fleira ekki gert. Fundið slitið til kl. 22.07

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir fundarritari

 

 

Getum við bætt síðuna?