Fara í efni

Fagráð menningar - 15. fundur

15.01.2018

Árið 2018, mánudagurinn 15. janúar kl. 8:30, kom fagráð menningar saman til fundar að Hotel Natur, Þórisstöðum. Mætt voru: Arnór Benónýsson formaður, Hildur Stefánsdóttir, Sólveig Elín Þórhallsdóttir, Hulda Sif Hermannsdóttir og Valdimar Gunnarsson. Einnig var mætt Vigdís Rún Jónsdóttir verkefnisstjóri menningarmála hjá Eyþingi. 

Fundarsetning:
Formaður Arnór Benónýsson, bauð fundarmenn velkomna til fundar og gengið var til dagskrár. 

Haldið var áfram vinnu, við mat á styrkumsóknum og afgreiðslu þeirra, þar sem frá var horfið daginn áður. Farið var ítarlega yfir allar styrkumsóknir. 

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 12:30. 

Vigdís Rún Jónsdóttir fundarritari.

Getum við bætt síðuna?