Fara í efni

Fagráð menningar - 14. fundur

14.01.2018

14. fundur. 

Árið 2018, sunnudagurinn 14. janúar kl. 12:30, kom fagráð menningar saman til fundar að Hotel Natur, Þórisstöðum. Mætt voru: Arnór Benónýsson formaður, Hildur Stefánsdóttir, Sólveig Elín Þórhallsdóttir, Hulda Sif Hermannsdóttir og Valdimar Gunnarsson. Einnig var mætt Vigdís Rún Jónsdóttir verkefnisstjóri menningarmála hjá Eyþingi. 

Fundarsetning: 
Formaður, Arnór Benónýsson, bauð fundarmenn velkomna til fundar og gengið var til dagskrár.

 

1. Úthlutun verkefnastyrkja og stofn- og rekstrarstyrkja
Borist höfðu 65 umsóknir um verkefnastyrki og 17 um stofn- og rekstrarstyrki. Alls 82 umsóknir, sótt var um kr. 121.611.913 þar af kr. 80.138.145 til verkefnastyrkja og kr. 41.473.768 til stofn- og rekstrarstyrkja. 

Formaður gerði grein fyrir hvaða fjármagn menningarhluti Uppbyggingarjóðs hefði til ráðstöfunar. Samkvæmt fundargerð stjórnar Eyþings nr. 301 frá 13.12.2017 er heildarfjármagn sem fagráð menningar hefur til ráðstöfunar kr. 50.000.000.

 

Um vanhæfni:
Arnór Benónýsson kvaðst vanhæfur í umsóknum nr. 1966, 2015, 2109, 2171
Hulda Sif Hermannsdóttir kvaðst vanhæf í umsóknum nr. 1863, 2973, 2033 

Unnið var að flokkun og yfirferð umsókna að fundarlokum, út frá verklagsreglum sjóðsins. Gert var fundarhlé frá 19:00-20:00.

 

Unnið að yfirferð umsókna. Fundi slitið kl. 22:30 

Vigdís Rún Jónsdóttir fundarritari frá kl. 12:30-18:00.
Sólveig Elín Þórhallsdóttir fundarritari frá 18:00-22:30.

Getum við bætt síðuna?