Fara í efni

Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar - 4. fundur

20.10.2015

 

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra

Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar

 

4. fundur

Fundur fagráðs vegna 2. úthlutunar Uppbyggingarsjóðs árið 2015 á starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga var haldinn að Hafnarstræti 91 á Akureyri þriðjudaginn 20. október 2015 kl.10:00

Mættir voru úr fagráði Sigurður Steingrímsson, Sigríður María Róbertsdóttir og Ögmundur Knútsson en Heiðrún Óladóttir og Snæbjörn Sigurðarson tóku þátt í fjarfundi. Auk þeirra sátu fundinn Ari Páll Pálsson og Reinhard Reynisson frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.

Fyrir fundinum lágu eftirfarandi 12 verkefnaumsóknir og voru þær ræddar og metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem fram koma í Sóknaráætlun og umsóknargögnum sjóðsins. Til ráðstöfunar í þessari úthlutun eru, samkvæmt verkefnisstjóra, 10.000.000 kr.

 

Sigurður Steingrímsson vék af fundi vegna vanhæfis við umræður og afgreiðslu umsóknar Þ-2015-38 frá Mýsköpun.

Samþykkt var mæla með eftirfarandi styrkúthlutun við úthlutunarnefnd:

Nr.

Aðalumsækjandi

Verkefnisheiti

Tillaga að styrk

Þ-2015-32

Búnaðarsamband S-Þing.

Heimaslóð

1.500.000

Þ-2015-33

Fjallasýn Rúnars Óskarss.

Austurgátt / Fly Europe

3.500.000

Þ-2015-34

Fuglastígur á Norðausturl.

Twin town bird festival: Vardö-Húsavík

1.000.000

Þ-2015-35

GEO-Protein ehf.

Proteinmjöl úr jarðhita

3.000.000

Þ-2015-38

MýSköpun ehf.

Markaðssetning og kynningarátak erlendis

1.000.000

Samtals:  

10.000.000

 

Sigurði Steingrímssyni og Ara Páli Pálssyni falið að ganga frá fundargerð. Fundi lauk kl. 12:00.

Getum við bætt síðuna?