Fara í efni

Fundargerð – Stjórn SSNE – 9. fundur – 6. maí 2020

06.05.2020

Fundur haldinn miðvikudaginn 6. maí 2020 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 13:05. Fundi slitið kl. 15:05.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Axel Grettisson, Eva Hrund Einarsdóttir, Helgi Héðinsson, Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir sem kom á fundinn kl. 13:15, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Vigdís Rún Jónsdóttir sat fundinn undir lið 9.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Staða verkefna.

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu verkefna varðandi sameiningu félaganna, framvindu verkáætlunar og kynnir verkáætlun fyrir næstu þrjá mánuði.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að leggja fram 90 daga aðgerðaráætlun félagsins fyrir næsta stjórnarfund SSNE og minnisblað um stöðu verkefna.

Aðalfundur SSNE verður haldinn í Eyjafjarðarsveit í september nk. og felur stjórn framkvæmdastjóra að koma með tillögu að dagsetningu á næsta stjórnarfund.

2.     Sveitarstjórnarvettvangur EFTA.

Framkvæmdastjóri ræðir sveitarstjórnarvettvang EFTA en fulltrúi SSNE mun taka sæti í samstarfinu á þessu ári.

Stjórn SSNE tilnefnir Hildu Jönu Gísladóttur sem fulltrúa sinn til sveitarstjórnar- vettvangs EFTA.

3.     Staða mögulegs fiskeldis í Eyjafirði.

Burðarþolsmat og áhættumat og möguleg næstu skref.

AFE lét á liðnu ári gera viðhorfskönnun meðal íbúa fjarðarins um fiskeldi í Eyjafirði. Einnig var haldin ráðstefna á vegum AFE til þess að skapa umræður um mögulegt fiskeldi í Eyjafirði meðal almennings.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að senda formlegt erindi til Hafrannsóknastofnunar og óska eftir upplýsingum um stöðu mála varðandi burðarþol og áhættumat í Eyjafirði og kynna fyrir stjórn og aðildarsveitarfélögum.

Stjórn SSNE telur nauðsynlegt að sýna mikla varkárni er varðar lífríki Eyjafjarðar, áhrif á ferðaþjónustu sem og ásýnd fjarðarins. Stjórn SSNE telur algjört lykilatriði að samráð sé haft við sveitarfélög og íbúa í jafn umfangsmiklu máli og fiskeldi er og telur ótækt að slíkar ákvarðanir verði teknar í óþökk heimamanna.

4.     Mögulegt tekjufall sveitarfélaga.

Rætt um mögulegt tekjufall sveitarfélaga og umfjöllun um það á fundi Sambands íslenskra sveitarfélaga (sjá dagskrárliði 11 og 12 og fylgiskjöl þar undir).

Stjórn SSNE tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um hugsanlegt tekjufall sveitarfélaga og áréttar að nærþjónusta sveitarfélaga í landinu hefur sjaldan verið mikilvægari en einmitt nú. Því leggur stjórn SSNE áherslu á að ríkissjóður komi að málum með sértækum sem og fjölbreyttum almennum aðgerðum og með beinum fjárhagslegum stuðningi til að verja þjónustu og starfsemi sveitarfélaga í landinu öllu.

5.     Sóknaráætlun í skugga Covid 19.

Rætt um áhrif heimsfaraldursins á Sóknaráætlun og markmið hennar.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að leggja fram aðgerðaráætlun um hvernig starfsmenn SSNE sjá fyrir sér að fylgja eftir mælanlegum markmiðum sem fram koma í Sóknaráætlun Norðurlands eystra.

6.     Tap Eyþings af rekstri almenningssamgangna árið 2019.

SSNE fer yfir tölvupóst sem sendur var Vegagerðinni þar sem farið er yfir tap Eyþings af rekstri almenningssamgangna vegna ársins 2019.

Einnig verður farið yfir samþykkt um að fella niður skuld Eyþings.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að ganga frá uppgjöri við Vegagerðina vegna ársins 2019 sem og niðurfellingu skuldar Eyþings í samræmi við skriflegar yfirlýsingar Vegagerðarinnar.

7.     Aukaúthlutun úr sóknaráætlun Norðurlands eystra.

Umræða um ferli úrvinnslu og ákvarðana. Lagt er til að starfsfólk SSNE vinni upplýsingar um umsóknir inn í matsblað sem notað verður til úrvinnslu. Einnig er lagt til að í þeim hópi sem metur umsóknir og tekur ákvörðun um úthlutun verði formenn fagráðanna og formaður úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs ásamt með þremur stjórnarmönnum SSNE. Starfsfólk SSNE verður hópnum til aðstoðar við úrvinnsluna. Lagt er til að vinnufundur verði haldinn miðvikudaginn 13. maí kl 13.

Stjórn SSNE tilnefnir Hildu Jönu Gísladóttur, Guðna Bragason, Margréti Víkingsdóttur og Sigurð Þór Guðmundsson í úthlutunarnefnd ásamt Huldu Sif Hermannsdóttur, formanni fagráðs menningar, Eirík Hauk Hauksson, formanni fagráðs atvinnumála og Evu Hrund Einarsdóttur, formanni úthlutunarnefndar.

Stjórn leggur áherslu á að vegna sérstakra aðstæðna þurfi að flýta aukaúthlutun eins og kostur er. Verður úthlutunarnefnd því skipuð með öðrum hætti til að hratt og örugglega náist að vinna úr þeim umsóknum sem bárust.

8.     Erindi Framsýnar stéttarfélags.

Lagt fram erindi Framsýnar stéttarfélags sem og svar stjórnar við því erindi.

9.     Ósk SAMNOR, samstarf framhaldsskóla á Norðaustursvæði, um samstarf við SSNE.

Lögð fram til kynningar yfirlýsing SAMNOR og samþykktir um að hefja samstarf byggða í erindinu. Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram fyrir hönd félagsins.

Stjórn fagnar yfirlýsingu SAMNOR og samþykkir að hefja samstarf byggða á erindinu. Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram fyrir hönd félagsins.

10.    Efni til kynningar.

a)     Ósk um umsögn mögulegra hagsmunaaðila varðandi framtíðarskipulag náttúruverndar og innviða innan landslagsheildarinnar í Vonarskarði.

b)     2. tbl. Gluggans, fréttabréfs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá apríl 2020.

c)     72. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 8. apríl 2020.

d)     556. fundur stjórnar SASS frá 3. apríl 2020.

e)     Fundargerð 54. fundar stjórnar SSNV frá 7. apríl 2020.

f)     73. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 24. apríl 2020.

g)     Pistill frá Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, frá 24. apríl 2020.

h)     Fundargerð 881. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. apríl 2020.

i)     Bæjarráð Fjallabyggðar - 646.msg. Varðandi ársþing SSNE.

j)     Fulltrúar Dalvíkurbyggðar á þing SSNE.

Getum við bætt síðuna?