Fara í efni

Fundargerð - stjórn SSNE - 32. fundur - 8. desember 2021

08.12.2021

Fundur haldinn miðvikudaginn 8. desember 2021 í fjarfundi og hófst fundurinn kl. 10:00. Fundi slitið kl. 12:00

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sigurður Þór Guðmundsson, Þröstur Friðfinnsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Jón Stefánsson, Kristján Þór Magnússon, Helga Helgadóttir mætti kl. 10:25 og Eyþór Björnsson sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1. Umsókn í Life styrktaráætlun ESB - „Orkuskipti í dreifðum byggðum“.

Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri Eims kynnti fyrir stjórn umsókn í Life, styrktaráætlun Evrópusambandsins og óskaði eftir samstarfi við SSNE á þeim vettvangi.

Stjórn telur brýnt að huga sérstaklega að sanngjörnum orkuskiptum sem taka sérstaklega mið af þörfum hinna dreifðari byggða landsins. Stjórn fagnar því umræddri umsókn og samþykkir samstarf vegna verkefnisins.

 

2. Þekkingarvörður - beiðni um þátttöku í hlutafjáraukningu

Tekin fyrir beiðni Þekkingarvarðar um þátttöku í aukningu hlutafjár. Elva Gunnlaugsdóttir, fulltrúi SSNE í stjórn Þekkingarvarðar kynnti málið fyrir stjórn.

Stjórn samþykkir hlutafjáraukningu SSNE í Þekkingarverði í samræmi við fyrirliggjandi beiðni að upphæð kr. 50.000,-.

Fylgiskjöl:

a) Fundargerð hluthafafundar 30.11.2021

b) Fundargerð hluthafafundar 3.12.2021

c) Beiðni um þátttöku í hlutafjáraukningu Þekkingarvarðar

d) Þekkingarvörður - kynning fyrir hluthafa

3. Áætlun um stjórnarfundi á næsta ári

Framkvæmdastjóri leggur fram tillögu um fundi stjórnar SSNE 2022.

Stjórn samþykkir framlagða áætlun um stjórnarfundi ársins 2022 með breytingum sem gerðar voru á fundinum.

4. Framvinda fjárhagsáætlunar 2021

Framkvæmdastjóri fór yfir framvindu fjárhagsáætlunar 2021 og áætlun 2022.

5. Formlegt samstarf og samráð SSNE við sveitafélög

Framkvæmdastjóri fer yfir málið til umræðu í stjórn.

Stjórn telur eðlilegt að endurskoða samþykktir vegna aukaþinga SSNE og felur framkvæmdastjóra og formanni að gera tillögu að breytingum sem færu til umræðu á ársþingi.

6. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar

Tenging stjórnarsáttmálans við sóknaráætlun og verkefni í landshlutanum.

Stjórn felur framkvæmdastjóra og formanni að fylgja eftir verkefnum sem tengjast nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar í samráði við hagaðila á starfssvæði SSNE og þingmenn kjördæmisins.

7. Húsnæðismál

Rædd voru ákvæði um bindingartíma í samningsdrögum vegna leigu á húsnæði að Hafnarstétt 1 - 3 á Húsavík.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.

8. Staða verkefna og 90 daga áætlun

Framkvæmdastjóri leggur fram til kynningar minnisblað um stöðu verkefna og fer yfir 90 daga áætlun.

 

9. Efni til kynningar.

a) Bundin framlög Jöfnunarsjóðs til landshlutasamtaka

b) Fundargerð stýrihóps Stjórnarráðsins

c) Breytt skipulag barnaverndar

d) Fréttabréf stafrænna sveitarfélaga - desmber 2021

e) Aðalfundur SASS 2021 ályktanir

f) Fréttaskot frá Markaðsstofu Norðurlands

g) Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 903

h) Uppfærsla svæðisáætlana vegna lagabreytinga

 

10. Samráðsgátt og nefndasvið Alþingis

a) Til umsagnar 1. mál frá nefndasviði Alþingis - Fjárlög

Getum við bætt síðuna?