Fara í efni

Fundargerð – Stjórn SSNE – 15. fundur – 14. október 2020

14.10.2020

Fundur haldinn miðvikudaginn 14. október 2020 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl. 14:20.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Axel Grettisson, Gunnar Gíslason fyrir Evu Hrund Einarsdóttur, Þröstur Friðfinnsson, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fyrir Kristján Þór Magnússon, Þorsteinn Ægir Egilsson fyrir Sigurð Þór Guðmundsson, Katrín Sigurjónsdóttir fyrir Helgu Helgadóttur, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Niðurstöður ársþings SSNE 2020.

Umræða og ályktanir um ársþing, miðlun upplýsinga og áhersluverkefni.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að hefja endurskoðun á sóknaráætlun ásamt starfsfólki í samræmi við niðurstöður ársþings. Stjórn leggur til að haldinn verði sameiginlegur vinnufundur stjórnar og starfsmanna þann 28. október þar sem unnið verður áfram með tillögurnar.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að hefja vinnu vegna ályktunar ársþings er varðar umhverfismál. Gögn liggi fyrir vinnufund stjórnar og starfsmanna þann 28. október.

2.     C.1 í stefnumótandi byggðaáætlun - val á verkefnum.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, sbr. aðgerð C.1 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Stjórn ræðir hvernig vali á verkefnum verður háttað. Reglur um úthlutun má finna hér.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að senda sveitarfélögum í landshlutanum auglýsinguna og hvetja þau til að senda SSNE hugmyndir að verkefnum.

3.     Ársþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Í september ákvað stjórn Sambandsins að fella ársþing niður. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandinu mun stjórn hittast á stjórnarfundi næstkomandi föstudag þar sem eina efni fundarins verður að taka fyrir ákvörðun um það hvort ársþing verði haldið.

Stjórn SSNE hvetur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga til þess að fella ekki niður Landsþing heldur halda það með rafrænum hætti.

4.     Efni til kynningar.

a)     Minnisblað menningarfulltrúa SSNE eftir fund með mennta- og menningarmálaráðherra.

b)     Umsögn Byggðastofnunar um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof frá 1. október 2020.

c)     Umsögn framkvæmdastjóra landshlutasamtaka um frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun frá 9. október 2020.

d)     Niðurstöður skoðanakönnunar um vegtengingu milli Norðausturlands og suður- og vesturhluta landsins frá 12. október 2020.

e)     Tölvupóstur frá Hólmfríði Sveinsdóttur um frumvarp til fjárlaga 2021 frá 6. október 2020.

f)     Fundargerð 9. fundar byggðamálaráðs frá 17. september 2020.

g)     Fundargerð 10. fundar byggðamálaráðs frá 1. október 2020.

h)     Fundargerð 887. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. september 2020.

i)     Fundargerð 888. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. september 2020.

j)     Herferð fyrir íslenskan markað haustið 2020 frá Markaðsstofu Norðurlands.

 

 

 

 

 

Getum við bætt síðuna?