Fara í efni

Fundargerð – Stjórn SSNE – 13. fundur – 16. september 2020

16.09.2020

Fundur haldinn miðvikudaginn 16. september 2020 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl. 15:00.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Axel Grettisson, Eva Hrund Einarsdóttir, Þröstur Friðfinnsson, Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Þórður Stefánsson, bókari SSNE, sat fundinn undir lið 1.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Lífeyrisskuldbindingar SSNE.

Þórður Stefánsson, bókari SSNE, fer yfir lífeyrisskuldbindingar félagsins og skýrir tilurð þeirra. Sjá 6. tl. bls. 10 í ársreikningi Eyþings fyrir 2019.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna tillögur áfram og tryggja samræmi í umsýslu með lífeyrisskuldbindingar SSNE.

2.     Samkeppnishæfni fyrirtækja á Norðurlandi eystra.

Formaður fer yfir lög um svæðisbundna flutningsjöfnun og sóknaráætlun.

Stjórn SSNE leggur áherslu á að jafna samkeppnishæfni fyrirtækja á Norðurlandi eystra við höfuðborgarsvæðið.

3.     Ársþing SSNE.

Ársþing SSNE verður haldið 9. og 10. október í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. Þingboð, drög að dagskrá og önnur fylgiskjöl voru send út föstudaginn 11. september sl.

4.     Raforkumál á Þórshöfn.

Rætt um raforkumál á Þórshöfn og mikilvægi þess að flutningsgeta raforku og raforkuöryggi í Langanesbyggð verði tryggð.

5.     Fulltrúi SSNE í stjórn Vistorku.

Tilnefna þarf fulltrúa SSNE í stjórn Vistorku en Sigmundur Einar Ófeigsson sat þar fyrir hönd AFE.

Stjórn tilnefnir Elvu Gunnlaugsdóttur í stjórn Vistorku.

6.     Drög að umsögn um skýrslu starfshóps um stöðu og hlutverk landshlutasamtakanna.

Vinnuhópur á vegum landshlutasamtakanna hefur unnið drög að umsögn um skýrslu starfshóps um stöðu og hlutverk landshlutasamtakanna sem ætluð er til umfjöllunar og frágangs hjá stjórnum á hverjum stað.

Framkvæmdastjóra falið að fara yfir drögin og senda umsögn fyrir hönd SSNE.

7.     Efni til kynningar.

a)     Fundargerð 886. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. ágúst 2020.

b)     Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri haldinn 17. september 2020.

c)     Fjármálaráðstefna sveitarfélaga haldin 1. og 2. október 2020.

Getum við bætt síðuna?