Umsóknarfrestur: Styrkir til þýðinga á íslensku
Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir, fræðirit og bækur fyrir börn og ungmenni.
Styrkirnir eru veittir útgefendum. Auglýstir eru tveir umsóknarfrestir á ári, í mars og nóvember. Hér má sjá úthlutun úr þeim fyrri árið 2025 en þá voru veittar 9 milljónir.
Mikilvægt:
- Bókin þarf að vera komin út á frummálinu til að hægt sé að sækja um þýðingastyrk.
- Vinsamlegast athugið að þessir styrkir eru ekki til þýðinga úr Norðurlandamálunum. Sjá Norrænar þýðingar.
- Umsóknareyðublaðið er aðgengilegt á rafrænu formi fjórum vikum fyrir auglýstan umsóknarfrest. SÆKJA UM.
- Varðandi greiðslu styrkja sjá nánar: Greiðslufyrirkomulag og skilmálar
- Svör við umsóknum um styrki til þýðinga á íslensku berast með tölvupósti 6-8 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.
Umsókn verða að fylgja eftirfarandi gögn:
- Upplýsingar um verkið og sýnishorn af þýðingu (lágmark 3 blaðsíður) ásamt frumtexta verksins.
- Kynning á þýðandanum og útgefnum verkum hans.
- Afrit af undirrituðum samningi við erlendan rétthafa.
- Afrit af undirrituðum samningi við þýðanda.
-
Sýnishorn af myndskreytingum/myndlýsingu (á bara við um myndríkar barna- og ungmennabókmenntir)
Athugið: Fylgi umbeðin gögn ekki umsókn, verður hún ekki tekin til greina.