Fara í efni
Umsóknarfrestur: Samfélagsstyrkir Landsbankans

Samfélagsstyrkjunum er ætlað að styðja við verkefni á ýmsum sviðum, þar á meðal á sviði mannúðarmála, menningar og lista, menntunar, rannsókna og vísinda, forvarnar- og æskulýðsstarfs og sjálfbærni.

Sérstök dómnefnd, skipuð fagfólki utan bankans, fer yfir umsóknirnar og er umsóknarferlið gagnsætt og faglegt.

Mikilvægt er að vanda vel framsetningu umsókna og frágang þeirra. Umsækjendur eru hvattir til að senda öll þau gögn sem geta komið að gagni við mat á umsóknum og gera þarf skýra grein fyrir því hvernig styrk yrði varið.

Samtals eru veittar 20 milljónir kr. í samfélagsstyrki árið 2025, umsóknarfrestur rennur út 31. október 2025.

Hlekkur á umsókn og nánari upplýsingar má finna hér

Úthlutun 2024 má skoða hér

Úthlutun 2023 má skoða hér.

Umsóknarfrestur: Samfélagsstyrkir Landsbankans