Fara í efni
Umsóknarfrestur: Rekstur félagasamtaka sem starfa á sviði umhverfismála

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir um styrki til rekstrar félagasamtaka sem starfa á sviði umhverfismála. Umsóknarfrestur vegna styrkjanna er til kl. 23:59, 27. febrúar 2023. Skila skal inn umsóknum á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.

Markmið styrkjanna er að stuðla að opnum og frjálsum skoðanaskiptum um umhverfis- og auðlindamál og að efla almenna vitund um gildi umhverfismála. Heildarfjárhæð til úthlutunar árið 2023 er 50 m.kr.

Umsækjendur rekstrarstyrkja ráðuneytisins þurfa að uppfylla skilyrði sem fram koma í reglum um almenna rekstrarstyrki til frjálsra félagasamtaka sem starfa að umhverfismálum.

M.a. þurfa samtökin að hafa umhverfismál sem eitt af meginmarkmiðum félagsins skv. samþykktum þess, vera opin fyrir almennri aðild einstaklinga eða félagasamtaka (sé um regnhlífarsamtök að ræða), þau skulu ekki starfa í hagnaðarskyni, hafa að lágmarki 30 félaga, hafa opið og endurskoðað reikningshald og taka saman ársskýrslur. Þá er í reglunum sett fram viðmið, m.a. varðandi þátttöku í alþjóðlegu samstarfi um umhverfismál og miðlun þeirra, sem höfð eru til hliðsjónar við úthlutun styrkjanna.

Umsækjendur sem hlutu rekstrarstyrk fyrir árið 2022 skulu skila yfirliti yfir ráðstöfun styrksins með umsókninni.

Reglur um úthlutun almennra rekstrarstyrkja til félagasamtaka

Sótt um á eyðublaðavef Stjórnarráðsins

Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.
Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli frá Þjóðskrá. Umsækjendur skrá sig inn og finna þar viðeigandi eyðublað undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Umsóknir sem ekki uppfylla skilyrði auglýsingar og úthlutunarskilamála samkvæmt meðfylgjandi reglum verða ekki teknar til umfjöllunar.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 545 8600 eða í tölvupósti á netfangið urn@urn.is

Umsóknarfrestur: Rekstur félagasamtaka sem starfa á sviði umhverfismála