Fara í efni
Umsóknarfrestur: Matvælasjóður

Matvælasjóður auglýsir eftir umsóknum. Þetta er í fjórð sinn sem sjóðurinn auglýsir úthlutun og er heildarúthlutunarfé sjóðsins 580,3 milljónir króna.
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar.

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla um land allt. Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna.

,,Á tímum þar sem fæðuöryggi er okkur hugleikið er mikilvægt að styðja af fremsta megni við nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu. Okkar takmark er að íslensk matvælaframleiðsla sé samnefnari fyrir sjálfbæra nýtingu, frjóa nýsköpun og fullunnin matvæli í hæsta gæðaflokki", segir Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra.

Sjóðurinn veitir styrki í fjórum flokkum:
  • Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi, úr hugmynd yfir í verkefni.
  • Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu.
  • Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi, eru ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð.
  • Fjársjóður styrkir sókn á markaði, hjálpar fyrirtækjum að koma sínum verðmætum á framfæri.

Umsækjendur geta sótt um hér.
Heimasíða Matvælasjóðs

Bókaðu viðtal hjá atvinnuráðgjöfum SSNE og fáðu aðstoð við umsóknarskrif.

 

 

Umsóknarfrestur: Matvælasjóður