Fara í efni
Umsóknarfrestur: Markáætlun um náttúruvá

Fyrir hverja?

Háskóla, fyrirtæki og rannsóknarstofnanir sem vinna saman á ákveðnu fræðasviði eða þverfaglegum fræðasviðum á grundvelli vandaðra rannsóknaráætlana.

Til hvers

Hlutverk markáætlunar um náttúruvá er að undirbúa land og þjóð betur fyrir atburði sem tengjast náttúruhamförum og öfgum náttúruafla, ásamt því að bregðast við þeim á skipulegan hátt. Markáætluninni er ætlað að styðja við nýsköpunarmiðað þekkingarsamfélag, sem nýtir öflugar grunnrannsóknir og hagnýta þekkingu til að takast á við áskoranir sem tengjast náttúruvá og miðla þekkingu til almennings og stjórnvalda.

Umsóknarfrestur rennur út 6. nóvember 2025 kl 15:00

Hvert er markmiðið?

Stjórn markáætlunar um náttúruvá leggur áherslu á að styrkja rannsóknir, þróun og hagnýtingu sem tengjast náttúruvá í víðu samhengi. Við ákvörðun áherslna fyrir markáætlun um náttúruvá var m.a. stuðst við fjórðu samantektarskýrslu vísindanefndar um loftslagsbreytingar og stefnu stjórnvalda í almannavarna- og öryggismálum. Að neðan eru dæmi um möguleg verkefni sem falla að þessum áherslum (upptalningin er ekki tæmandi):

Verkefni sem efla þekkingu og bæta getu til að spá fyrir um náttúruvá, þ.á.m. eldgos, jarðskjálfta, snjóflóð, aurskriður, jökulhlaup, fárviðri, kulda og flóð í sjó, ám og vötnum, gróðurelda eða smitfaraldra.

Verkefni sem efla viðbragðsþol (e. resilience) gagnvart náttúruvá. Undir þennan flokk falla m.a. verkefni sem lúta að forvörnum, eftirfylgni, mótvægis- og aðlögunaraðgerðum, áhættustýringu, samfélags-, heilsufars- og menningarlegum áhrifum náttúruvár og stefnu-mótun.

Hvernig er sótt um?

Umsóknum í sjóðinn er skilað inn í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís .

Skilyrði úthlutunar

Markáætlun veitir styrki samkvæmt þeim áherslum sem eru skilgreindar fyrir sjóðinn, og á grundvelli faglegs mats á gæðum verkefna, hversu víðtækt verkefnið er, þörf á afurðum verkefnisins, færni þeirra einstaklinga sem stunda rannsóknirnar og aðstöðu þeirra til að sinna verkefninu.

Umsóknarfrestur: Markáætlun um náttúruvá