Fara í efni
Umsóknarfrestur: Svanni lánatryggingasjóður kvenna

Umsóknarfrestur í Svanna-lánatryggingasjóð kvenna hefur verið framlengdur til 15. október nk. 

Fyrir hverja ? Svanni veitir lán til fyrirtækja í eigu konu/kvenna og er hámarkslán 10 milljónir en sjóðurinn er í samstarfi við Landsbankann, er veitir lánin. Úthlutun lána fer fram tvisvar á ári og er hægt að fá lán á bilinu þrjár til tíu milljónir króna og eru lánin alla jafna til 5 ára.

Sjóðurinn veitir lán með lánatryggingum til fyrirtækja í meirihlutaeigu kvenna og er hann liður í viðleitni stjórnvalda til að efla atvinnulíf og hvetja til nýsköpunar á Íslandi. Samkvæmt samþykktum sjóðsins eru hlutverk hans m.a. að styðja við bakið á konum sem eiga og reka smærri fyrirtæki, að auka aðgengi kvenna að fjármagni, að fjölga störfum og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Sjóðurinn er í eigu forsætisráðuneytis, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis og Reykjavíkurborgar.

Umsóknarfrestur vegna lána sem verða veitt í haust er til 15. október næstkomandi og er sótt um rafrænt á heimasíðu sjóðsins, en þar má finna frekari upplýsingar um lánin. 

Allar nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri Svanna í netfanginu asdis.gudmundsdottir@vmst.is.
Smelltu hér til að sækja um. 

 

 

 

 

Umsóknarfrestur: Svanni lánatryggingasjóður kvenna