Fara í efni
Umsóknarfrestur: Sóknarstyrkir - Rannís

Markmiðið er að auðvelda íslenskum aðilum að sækja um rannsókna- eða nýsköpunarverkefni í alþjóðlega sjóði og samstarfsáætlanir sem Ísland greiðir þátttökugjald í. Stjórnir Rannsóknasjóðs og Tækniþróunarsjóðs leggja til allt að 50 m.kr. á árinu 2021 til þess að styrkja undirbúning alþjóðlegs vísinda- og rannsóknasamstarfs með íslenskri þátttöku.

Forgangur er veittur umsóknum vegna undirbúnings umsókna í Horizon Europe en mögulegt er að styrkja annað samstarf ef nægilegt fjármagn er fyrir hendi.

    • Fyrir hverja?
      Stofnanir, fyrirtæki, vísindafólk og fræðimenn sem sækja um í alþjóðlega rannsóknasjóði. Forgangur er veittur þeim sem sækja um í Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, en mögulegt er að styrkja annað samstarf samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins.

    • Til hvers? 
      Til undirbúnings umsókna í alþjóðlega rannsóknasjóði, einkum Horizon 2020.

Umsóknarfrestur er til 20. október 2021, kl. 15:00. Umsókn skal skila í gegnum mínar síður Rannís

Nánari upplýsingar veitir  Elísabet M. Andrésdóttir í síma 515-5809.

 

 

Umsóknarfrestur: Sóknarstyrkir - Rannís