Nýsköpun
Nýsköpun er málaflokkur sem þarf sífellt að vera að hlúa að og er það eitt af lykilverkefnum SSNE.
Starfsfólk SSNE sinnir mörgum verkefnum sem ætlað er að styðja við nýsköpun og frumkvöðla. SSNE vinnur mikið með öðrum aðilum í nýsköpunarumhverfinu við að styðja við frumkvöðla á Norðurlandi.
Frumkvöðlar þurfa mismunandi stuðning eftir hvar þeir eru staddir í nýsköpunarferðalaginu sínu. SSNE hefur í samstarfi við fjölmarga aðila kortlagt Nýsköpunarferðalag Norðurlands. Nýsköpunarferðalag Norðurlands er ætlað að vera leiðarvísir frumkvöðla frá hugmyndastigi til fjármögnunar. Reglulegir viðburðir eru t.d. Norðansprotinn, sem er leitin að bestu nýsköpunarhugmynd Norðurlands, Startup-Landið sem er viðskiptahraðall í samstarfi allar landshlutasamtakanna.
Starfsfólk SSNE veitir ráðgjöf fyrir frumkvöðla, hægt er að hafa samband tengiliði nýsköpunar eða senda tölvupóst á ssne@ssne.is.
Verkefni SSNE í nýsköpun:
Norðansprotinn
Norðansprotinn er nýsköpunarkeppni þar sem leitað er að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands. Norðansprotinn er hluti af nýsköpunarferðalagi Norðurlands sem er ætlað að vera leiðarvísir frumkvöðla frá hugmyndarstigi að fjárfestingu. Norðansprotinn er samstarfsverkefni SSNE, SSNV, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum, Drift EA, Eims og Hraðsins með veglegum stuðningi frá Upphaf fjárfestingasjóði. Leitin að næsta Norðanspotanum hefst vorið 2026.
Forvitnir frumkvöðlar
Forvitnir frumkvöðlar er heiti fyrirlestraraðar á vegum landshlutasamtakanna á Íslandi: Austurbrúar, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofu.
Í Forvitnir frumkvöðlar, er meðal annars farið yfir styrkumsóknarskrif, gerð viðskiptaáætlana og skapandi skrif. Látið ekki þessa fræðslu framhjá ykkur fara.
Næsta fyrirlestraröð hefst í janúar 2026
Startup Landið

Startup Landið er sjö vikna viðskiptahraðall landshlutanna sem ætlaður er frumkvöðlum og nýsköpunarverkefnum á landsbyggðunum.
Startup Landið veitir þátttakendum aðgang að sérfræðiráðgjöf, tengslaneti og möguleikum á fjármögnun. Markmiðið er að styðja við vöxt og þróun nýsköpunarverkefna sem eru komin af hugmyndastigi, hvort sem þau eru unnin af einstaklingum, sprotafyrirtækjum eða innan rótgróinna fyrirtækja.
Startup Landið verður aftur haldið haust 2026.