Fara í efni

Fundargerð - Ársþing SSNE - 16. og 17. apríl 2021

16.04.2021

Ársþing SSNE
Vefþing 16. og 17. apríl 2021
16. apríl og 17. apríl 2021

Fundargerð

Föstudagur 16. apríl. 

 

1. Þingsetning. 

Formaður SSNE, Hilda Jana Gísladóttir, setti fund kl. 9:00 og bauð fundarmenn velkomna fyrir hönd stjórnar.

1.1. Kosning fundarstjóra og tveggja ritara.

Formaður lagði til eftirfarandi starfsmenn fundarins:

Fundarritarar:
Helga María Pétursdóttir.
Ari Páll Pálsson.
Samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri:
Hilmar Gunnlaugsson.
Samþykkt samhljóða.

Hilmar tók við fundarstjórn og þakkaði traustið. Hann vakti athygli á því að fundurinn væri tekinn upp og að upptakan yrði birt á heimasíðu SSNE. Því næst kallaði hann eftir athugasemdum varðandi boðun fundarins.

Fundarstjóri fór yfir tæknileg atriðið varðandi rafræna atkvæðagreiðslu og önnur formsatriði.

1.2. Kosning kjörnefndar.

Fundarstjóri kynnti eftirfarandi tillögu stjórnar um kjörnefnd fundarins:
Helgi Héðinsson, formaður.
Helena Eydís Ingólfsdóttir.
Sóley Björk Stefánsdóttir.
Samþykkt samhljóða.

1.3. Kosning fjárhags- og stjórnsýslunefndar.

Fundarstjóri kynnti eftirfarandi tillögu stjórnar um fjárhags- og stjórnsýslunefnd fundarins:
Katrín Sigurjónsdóttir, formaður.
Gunnar Gíslason.
Finnur Yngvi Kristinsson.
Árni Pétur Hilmarsson.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir.
Samþykkt samhljóða.

Helgi Héðinsson, formaður kjörnefndar, upplýsti fundinn um að fleiri en 2/3 þingfulltrúa væru mættir og fundurinn því lögmætur. Fundarstjóri tók undir það mat og lýsti fundinn lögmætan.

Hér má hlusta á upptöku.

1.4. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár.

Hilda Jana flutti stutta samantekt á skýrslu stjórnar. Sjá nánari umfjöllun.

Hér má hlusta á upptöku.

1.5. Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir liðið starfsár.

Framkvæmdastjóri flutti stutta samantekt á skýrslu framkvæmdastjóra. Sjá nánari umfjöllun.

Hér má hlusta á upptöku.

1.6. Ársreikningur og skýrsla endurskoðanda.

Níels Guðmundsson, endurskoðandi hjá Enor ehf., kynnti ársreikning SSNE fyrir árið 2020. Þingfulltrúar fengu ársreikninginn sendan sem fundarskjal. Skýringar og sundurliðanir eru nákvæmar í ársreikningnum. Sjá ársreikning og endurskoðunarskýrslu.

Helstu niðurstöður ársreiknings eru þessar:
Rekstrarreikningur 2020
Rekstrartekjur 366.415.693 kr.
Rekstrargjöld 358.463.984 kr.
Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða 7.951.709 kr.
Fjármunatekjur 579.095 kr.
Rekstrarniðurstaða ársins 8.530.804 kr.

Efnahagsreikningur 2020
Eignarhlutir í félögum 5.423.042 kr.
Veltufjármunir 156.862.753 kr.
Eignir samtals 162.285.795 kr.
Eigið fé (33.968.379 kr.)
Lífeyrisskuldbindingar 29.409.809 kr.
Skammtímaskuldir 166.844.365 kr.
Eigið fé og skuldir samtals 162.285.795 kr.

Katrín, formaður fjárhags- og stjórnsýslunefndar, sagði að Níels hefði skýrt frá helstu ábendingum nefndarinnar. Hún bað þó um frekari skýringar á stöðu skuldar SSNE við Vegagerðina vegna almenningssamgangna. Eyþór sagði samtal við Vegagerðina vera í gangi og að niðurstaða kæmist vonandi í málið fyrr en seinna.

Fundarstjóri bar ársreikning undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.
Samþykkt samhljóða.

Hér má hlusta á upptöku.

2. Tillögur og ályktanir frá stjórn og þingfulltrúum.
2.1. Áherslumál og forgangsverkefni.

Hilda Jana sagði frá áherslumálum og forgangsverkefnum samtakanna. Hún sagði að áherslur samtakanna birtust fyrst og fremst í gegnum sóknaráætlun og áhersluverkefni sem stjórn samþykkti. Hún sagði að það væri í samræmi við sóknaráætlun og ákvarðanir árs- og aukaþinga SSNE. Sjá nánari umfjöllun um áhersluverkefni 2021.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Enginn tók til máls.

Hér má hlusta á upptöku.

2.2. Tillaga stjórnar um fjárhagsáætlun 2022.

Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri SSNE, kynnti fjárhagsáætlun 2021 og 2022. Þingfulltrúar fengu áætlanirnar sendar sem fundarskjal. Sjá fjárhagsáætlanir 2021 og 2022 og greinargerð.

Katrín, formaður fjárhags- og stjórnsýslunefndar, sagði að Eyþór hefði skýrt frá helstu ábendingum nefndarinnar. Hún þakkaði nefndarmönnum fyrir gott starf.

Fundarstjóri bar fjárhagsáætlun SSNE fyrir árið 2022 undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.
Samþykkt samhljóða.

Hér má hlusta á upptöku.

2.3. Tillaga stjórnar um greiðslu þóknana til stjórnar.

Fundarstjóri upplýsti fundinn um að á aukaþingi SSNE þann 11. desember sl. hefði verið samþykkt munnleg tillaga þar sem stjórn var falið að endurskoða viðmiðunarfjárhæð launa og hafa hana ekki beintengda við viðmiðunarfjárhæð Akureyrarbæjar. Tillaga stjórnar yrði kynnt ekki síðar en á aukaþingi í desember 2021 og tæki gildi árið 2022.

Fundarstjóri kynnti tillögu stjórnar um greiðslu þóknunar til stjórnar SSNE. Þingfulltrúar fengu tillöguna senda sem fundarskjal.

Tillagan er svohljóðandi (sjá pdf skjal):
Viðmið launa:
Laun skulu nema skilgreindum hundraðshluta af þingfararkaupi sem er 1.210.368 kr. frá 1. janúar 2021.

Laun stjórnar:
Laun stjórnarmanna skulu vera 4,0% af viðmiðunarfjárhæð fyrir setinn stjórnarfund. Laun formanns stjórnar skulu einnig vera 4,0% af viðmiðunarfjárhæð fyrir setinn stjórnarfund auk mánaðarlauna sem nema 10,5% af viðmiðunarfjárhæð.
1. janúar 2021 hefðu stjórnarmenn fengið 48.415 kr. fyrir setinn stjórnarfund og mánaðarlaun formanns hefðu auk þess verið 127.089 kr. Breytingin tekur gildi 1. janúar 2022.

Aksturspeningar:
Um aksturspeninga fer skv. auglýsingu ríkisskattstjóra hverju sinni um aksturspeninga.

Dagpeningar:
Annar ferðakostnaður (gisting og fæði) er greiddur skv. reikningi. Komi til þess að greiddir verði dagpeningar verða þeir greiddir skv. auglýsingu ríkisskattstjóra hverju sinni um dagpeninga.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Enginn tók til máls.

Fundarstjóri bar tillöguna undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.
Samþykkt samhljóða.

2.4. Tillaga stjórnar um greiðslu þóknana til nefndarmanna í starfshópum, fagráðum eða úthlutunarnefnd.

Fundarstjóri kynnti tillögu stjórnar um greiðslu þóknunar til nefndarmanna í starfshópum, fagráðum eða úthlutunarnefnd. Þingfulltrúar fengu tillöguna senda sem fundarskjal.

Tillagan er svohljóðandi (sjá pdf skjal):
Viðmið launa:
Laun skulu nema skilgreindum hundraðshluta af þingfararkaupi sem er 1.210.368 kr. frá 1. janúar 2021.

Laun stjórnar:
Laun nefndarmanna, í starfshópum, fagráðum eða úthlutunarnefnd, fyrir fundarsetu skulu nema tveimur þriðju af launum stjórnarmanna SSNE á hverjum tíma. Laun formanns í starfshópum, fagráðum eða úthlutunarnefnd skulu vera sömu og laun stjórnarmanna SSNE á hverjum tíma. Auk þess fá nefndarmenn og formaður úthlutunarnefndar 750 kr. fyrir yfirferð hverrar verkefnaumsóknar og 1.000 kr. fyrir yfirferð hverrar umsóknar um stofn- og rekstrarstyrk.
1. janúar 2021 hefðu nefndarmenn fengið 32.276 kr. fyrir setinn stjórnarfund og formaður 48.415 kr. Breytingin tekur gildi 1. janúar 2022.

Aksturspeningar:
Um aksturspeninga fer skv. auglýsingu ríkisskattstjóra hverju sinni um aksturspeninga.

Dagpeningar:
Annar ferðakostnaður (gisting og fæði) er greiddur skv. reikningi. Komi til þess að greiddir verði dagpeningar verða þeir greiddir skv. auglýsingu ríkisskattstjóra hverju sinni um dagpeninga.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Enginn tók til máls.

Fundarstjóri bar tillöguna undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.
Samþykkt samhljóða.

2.5. Tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum - tímasetning haustþings.

Fundarstjóri bar upp tillögu stjórnar um breytingu á samþykktum varðandi tímasetningu haustþings. Þingfulltrúar fengu tillöguna senda sem fundarskjal.

Tillagan er svohljóðandi (sjá pdf skjal):
1. mgr. 9. gr. verði svohljóðandi: „Stjórn skal boða þingfulltrúa til a.m.k. tveggja aukaþinga, eigi síðar en 30. september og 30. desember ár hvert.“

Skýring:
Núgildandi ákvæði 1. mgr. 9. gr. kveður á um að boða skuli til aukaþings að hausti eigi síðar en 30. ágúst ár hvert. Í 1. mgr. 7. gr. segir að stjórn skuli boða þingfulltrúa til þinga með a.m.k. fjögurra vikna fyrirvara og um leið skuli senda tilkynningu um þingstað, tíma, dagskrá, tillögur og önnur þinggögn. Af því leiðir að stjórn þarf að undirbúa aukaþing haustsins í júlímánuði. Júlí er sá mánuður ársins sem flestir eru í sumarleyfi og fyrirsjáanlega mun verða mjög erfitt að ná til þeirra sem vinna þarf með og ræða við vegna undirbúnings og skipulags aukaþings. Það er því mikilvægt að seinka haustþingi um einn mánuð til að gera skilvirkan undirbúning mögulegan.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Enginn tók til máls.

Fundarstjóri bar tillöguna undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.
Samþykkt samhljóða.

2.6. Tillaga stjórnar um breytingu á samþykktum - starfsáætlun.

Fundarstjóri kynnti tillögu stjórnar um breytingu á samþykktum varðandi starfsáætlun. Þingfulltrúar fengu tillöguna senda sem fundarskjal.

Tillagan er svohljóðandi (sjá pdf skjal):
1. tl. 2. mgr. 8. gr. verði svohljóðandi: „Tillaga stjórnar um fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.“ Með því er lagt til að ekki verði kveðið á um að stjórn leggi fram tillögu um starfsáætlun næsta árs á ársþingi í apríl. Einnig er lagt til að við 1. mgr. 9. gr. bætist svohljóðandi setning: „Starfsáætlun fyrir næsta ár skal lögð fram á aukaþingi í september.“

Það þýðir það að ekki verður lögð fram starfsáætlun fyrir næsta ár á ársþingi í apríl en þess í stað skuli stjórn leggja fram tillögu um starfsáætlun fyrir næsta ár á aukaþingi sem halda skal að hausti fyrir 30. september (að því gefnu að tillaga um breytingu á tímasetningu aukaþings að hausti, úr 30. ágúst í 30. september, verði samþykkt).

Skýring:
Ekki er talið raunhæft að leggja fram starfsáætlun fyrir næsta ár svo snemma árs, þ.e. í apríl. Í 3. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykkta SSNE er gert ráð fyrir að stjórn leggi fram tillögu um stefnu og framtíðarmarkmið á ársþingi. Gera má ráð fyrir að á ársþingi skapist umræður og að ársþing leggi línur um þau efni. Mikilvægt er að starfsáætlun taki mið af því og þess vegna er markvissara að leggja fram starfsáætlun að hausti sem tekur mið af umræðum og ákvörðunum sem teknar eru á ársþingi. Eftir sem áður verður hægt að leggja fram tillögur um breytingar á starfsáætlun næsta árs á aukaþingi í desember.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Enginn tók til máls.

Fundarstjóri bar hvora tillögu um sig undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.
Báðar tillögurnar samþykktar samhljóða.

Hér má hlusta á upptöku.

2.7. Tillaga um starfsreglur fagráða.

Fundarstjóri opnaði fyrir spurningar og umræður um tillögu stjórnar að starfsreglum fagráða. Þingfulltrúar fengu tillöguna senda sem fundarskjal. Tillöguna má nálgast hér.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Sigurður Þór Guðmundsson minnti fundarmenn á fyrri umræður um hlutverk fagráða. Hann sagði að þau ættu að hafa ákveðið frumkvæðishlutverk um málefni sem þeim þætti sjálfum skipta máli og tillögurétt til ársþinga.

Fundarstjóri bar tillöguna undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.
Samþykkt samhljóða.

2.8. Tillaga um starfsreglur úthlutunarnefndar.

Fundarstjóri opnaði fyrir spurningar og umræður um tillögu stjórnar að starfsreglum úthlutunarnefndar. Þingfulltrúar fengu tillöguna senda sem fundarskjal. Tillöguna má nálgast hér.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Enginn tók til máls.

Fundarstjóri bar tillöguna undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.
Samþykkt samhljóða.

2.9. Skipan umhverfisnefndar - borin upp til samþykktar.

Fundarstjóri upplýsti fundinn um að á 20. fundi stjórnar SSNE þann 13. janúar sl. hefði stjórn skipað undirnefnd umhverfismála í samræmi við samþykkt aukaþings 11. desember 2020. Í samræmi við 4. mgr. 17. gr. samþykkta SSNE er skipanin borin upp til samþykktar á ársþingi SSNE.

Fundarstjóri kynnti tillögu stjórnar að skipan undirnefndar umhverfismála. Þingfulltrúar fengu tillöguna senda sem fundarskjal.

Tillagan er svohljóðandi (sjá pdf skjal):
Undirnefnd umhverfismála:
Guðmundur Haukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vistorku, formaður.
Sveinn Margeirsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.
Rut Jónsdóttir, forstöðumaður umhverfisdeildar hjá Akureyrarbæ.
Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri Eims, Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, til vara.
Salbjörg Matthíasdóttir, héraðsfulltrúi á Norðurlandi eystra hjá Landgræðslunni.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Enginn tók til máls.

Fundarstjóri bar tillöguna undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.
Samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri upplýsti fundinn um að á ársþingi SSNE í október 2020 hafi verið samþykkt tillaga stjórnar um skipan í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs til tveggja ára.

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs:
Katrín Sigurjónsdóttir, formaður.
Guðni Bragason.
Thomas Helmig.
Hulda Sif Hermannsdóttir, formaður fagráðs menningar.
Eiríkur H. Hauksson, formaður fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar.

Varamenn:
Jan Axel Klitsgaard.
Guðrún Sigríður Tryggvadóttir.

Hér má hlusta á upptöku.

2.10. Tillaga stjórnar um endurskoðaða sóknaráætlun Norðurlands eystra ásamt aðgerðaáætlun.

Hilda Jana opnaði umræðu um vinnu við endurskoðun á sóknaráætlun Norðurlands eystra. Rebekka Kristín Garðarsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE, kynnti síðan nánar breytingarnar sem gerðar voru. Þingfulltrúar fengu tillöguna senda sem fundarskjal. Sjá nánari umfjöllun um endurskoðaða sóknaráætlun og aðgerðaáætlun.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Þingfulltrúar tóku til máls.

Fundarstjóri bar tillöguna undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.
Samþykkt samhljóða.

Hér má hlusta á upptöku.

2.11. Kosning endurskoðanda.

Fundarstjóri lagði fram tillögu stjórnar um að Enor ehf. sæi áfram um endurskoðun fyrir SSNE.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Enginn tók til máls.

Fundarstjóri bar tillöguna undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.
Samþykkt samhljóða.

2.12. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur málefn sem eru löglega upp borin.

Hilda Jana lagði til að aukaþing SSNE yrði haldið 24. september í Eyjafjarðarsveit ef Covid leyfði.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Enginn tók til máls.

Fundarstjóri bað þá sem samþykktu tillöguna um að rétta upp hönd.
Samþykkt samhljóða.

Hér má hlusta á upptöku og frekari umræður.

- Hádegishlé.
3. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og 1. þingmaður NA-kjördæmis.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og 1. þingmaður NA-kjördæmis ávarpaði þingið. Hann sagði að helsta sameiginlega verkefni okkar væri að bæta lífskjör íbúa á Norðausturlandi. Þá sagði hann að besti mælikvarðinn á bætt lífskjör væri hvað við gerðum til að auka framleiðni í samfélaginu.

Kristján sagði að nýsköpun legði aukna vigt í samfélagið og kallaði á nægan mannauð og fjármagn. Í því samhengi nefndi hann matvælaframleiðslu sem væri uppspretta framleiðsluaukningar á svæðinu. Þá batt hann vonir við að atvinnustarfsemi í kjördæminu, ekki einungis í Eyjafirði, styrktist við samruna Kjarnafæðis og Norðlenska. Hann sagði að sjávarútvegur væri sú atvinnugrein sem hefði verið einna mikilvægust og að þar hefði mannaflaþörf dregist saman en framleiðni aukist.

Kristján sagði að mikil tækifæri væru á starfssvæði SSNE, m.a. í ræktun, veiðum, heilbrigðiskerfinu, flutningum til og frá svæðinu og á milli landa á sviði flugs- og sjósamgangna. Einnig nefndi hann orkuvinnslu og tækifæri á því sviði og Norðurslóðamálefni.

Kristján sagði að fyrirtæki og einstaklingar á svæðinu þyrftu að nýta allar leiðir til að njóta þeirra ívilnana sem gerðar hefðu verið í skattkerfinu og kom inn á samstöðu um að halda því til streitu að opinberir sjóðir stæðu einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu jafn opnir og öðrum.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Þingfulltrúar tóku til máls.

Hér má hlusta á upptöku með frekari umræðum.

4. Undirnefnd umhverfismála.

Guðmundur Haukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vistorku og formaður undirnefndar umhverfismála, kynnti verkefni nefndarinnar. Sjá glærur.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Þingfulltrúar tóku til máls.

Hér má hlusta á upptöku með frekari umræðum.

5. Svæðisskipulagsmál.

Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps, kynnti og opnaði fyrir umræður um skipulagsmál og stefnumótun. Sjá glærur.

5.1. Hópastarf.

Fundarstjóri fór yfir skipulag hópastarfs fundarins. Fundargestum var skipt upp í fimm hópa sem falið var að ræða eftirfarandi:

1.   Eru hagsmunir svæðisins sameiginlegir eða samræmanlegir í:
      -   Samgöngumálum.
      -   Atvinnumálum.
      -   Ferðamálum.
      -   Landnýtingu, verndun og byggðaþróun.
      -   Öðrum málaflokkum.
2.   Yrði sameiginlegt svæðisskipulag styrkur fyrir sveitarfélögin, eða yrði of dýrt að reka það, yrði það jafnvel hamlandi fyrir þróun samfélaganna?
3.   Yrði sameiginleg stefnumótun í málaflokkum betri eða lakari leið til að þróa samfélögin áfram.
4.   Ætti að leggja svæðisskipulag af og láta aðalskipulag hjá hverju sveitarfélagi nægja? Og jafnvel sameina heldur og stækka sveitarfélög.

Fundarstjóri bað hópana að velja sér talsmann sem síðan kynnti niðurstöður hópsins.

5.2. Hópar kynna niðurstöður úr hópastarfi.

Sjá niðurstöður úr hópastarfi.

Hér má hlusta á upptöku.

6. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitarstjórnarráðherra, ávarpaði þingið. Sjá ávarp ráðherra.

Hér má hlusta á upptöku.

7. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, ávarpaði þingið. Sjá glærur.

Hér má hlusta á upptöku.

- Kaffihlé.
8. Klasastefna.

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaklasans, kynnti klasastefnu fyrir Ísland. Sjá glærur.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Enginn tók til máls.

Hér má hlusta á upptöku.

9. Áfangastaðastofa Norðurlands.

Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, kynnti Áfangastaðastofu Norðurlands. Sjá glærur.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Eyþór Björnsson áréttaði að ekki væri um að ræða miklar breytingar sem sneru að sveitarfélögunum. Hann sagði einnig að mikilvægt væri að halda í það sem Markaðsstofan hefur byggt upp.

Hér má hlusta á upptöku.

10. Sameiginleg atvinnustefna.

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, kynnti atvinnustefnu Dalvíkurbyggðar og opnaði fyrir umræður um sameiginlega atvinnustefnu fyrir landshlutann. Sjá glærur.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Þingfulltrúar tóku til máls.

Hér má hlusta á upptöku með frekari umræðum.

11. Sameining Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar.

Helgi Héðinsson, oddviti í Skútustaðahreppi, kynnti vinnu við sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Sjá glærur.

Fundarstjóri opnara mælendskrá.
Þingfulltrúar tóku til máls.

Hér má hlusta á upptöku með frekari umræðum.

- Þinghlé kl. 16:10.

 

Laugardagur 17. apríl

Fundi var framhaldið kl. 9:00.

1. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.

Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, kynnti starfsemi HNE á árinu. Sjá ítarlega umfjöllun, ársreikning og endanlega kostnaðarskiptingu.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Þingfulltrúar tóku til máls.

Hér má hlusta á upptöku af umræðum og fyrirspurnum.

2. Fjölmenningarstefna Eyþings.

Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi á Akureyri, kynnti vinnu við endurskoðun á fjölmenningarstefnu Eyþings. Sjá glærur.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Þingfulltrúar tóku til máls.

Hér má hlusta á upptöku með frekari umræðum.

3. Umræður um frumvarp til laga, jöfnun atkvæðavægis.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, opnaði fyrir umræður um jöfnun atkvæðavægis og rakti tildrög hennar. Sjá glærur.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Þingfulltrúar tóku til máls.

Hér má hlusta á upptöku með frekari umræðum.

4. Ferli umsagna SSNE um mál í samráðsgátt og frá nefndasviði.

Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE, kynnti ferli umsagna hjá SSNE um mál í samráðsgátt og frá nefndasviði. Hún sagði að stjórn hefði aðgang að möppu í Teams þar sem umsögnum væri skipt niður í:
      -   Í vinnslu.
      -   Senda á sveitarfélög.
      -   Ekki bregðast við.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.
Þingfulltrúar lýstu yfir ánægju með uppsetninguna og áhuga á aðgengi að möppunni.

Hér má hlusta á upptöku með frekari umræðum.

5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur málefni sem löglega eru upp borin.

a)   Hilda Jana sagði að landshlutasamtökin, utan höfuðborgarsvæðisins, teldu mikilvægt að lögð væri áhersla á valddreifingu miðað við búsetu. Hún sagði að stjórn SSNE hefði séð ástæðu til þess að bóka um málið og vildi kanna vilja þingsins til að álykta með sambærilegum hætti.

Tillagan er svohljóðandi (sjá pdf skjal):
Ársþing Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra leggur til að í nýrri byggðaáætlun verði aðgerð sem feli í sér að almennt sé gert ráð fyrir því að, að minnsta kosti, þriðjungur einstaklinga sem tilnefndir eru í stjórnir, ráð, nefndir og starfshópa á vegum ríkisins séu búsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Þá skorar ársþing á fyrirtæki og félagasamtök sem starfa á landsvísu að horfa til sömu meginreglu.

Fundarstjóri bar tillöguna undir atkvæði fundarins og bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.
Samþykkt samhljóða.

b)   Þingfulltrúar ræddu um hlutverk og ímynd landshlutans og mikilvægi þess að ná til allra hópa og var áhersla lögð á ungt fólk og fólk af erlendum uppruna. Sóley Björk Stefánsdóttir lagði fram formlega tillögu.

Fundarstjóri bar tillögu Sóleyjar, um stofnun ungmenna- og fjölmenningarráðs, undir atkvæði fundarins.

Tillagan er svohljóðandi.
Ársþing SSNE 2021 samþykkir að stjórn SSNE skoði möguleika þess að sækja í auknum mæli skoðanir og hagsmuni ungs fólks og fólks af erlendum uppruna t.d. með stofnun ungmennaráðs og fjölmenningaráðs sem skipuð yrðu annars vegar ungu fólki og hins vegar fólki af erlendum uppruna.

Fundarstjóri bað þá sem samþykktu tillöguna um að rétta upp hönd.
Samþykkt samhljóða.

6. Þingslit.

Fundarstjóri kallaði eftir samþykki fundarins fyrir því að fela fundarstjóra og fundarriturum að klára fundargerð og að hún yrði síðan birt á heimasíðu SSNE.

Fundarstjóri bað þá sem samþykktu um að rétta upp hönd.
Samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri þakkaði, fyrir hönd starfsmanna fundarins, fyrir góðan fund og gaf Hildu Jönu orðið.

Hilda Jana þakkaði starfsmönnum fundarins, stjórn og fundargestum fyrir sitt framlag.

Fundi slitið kl. 11:15.

Hér má hlusta á upptöku af umræðum, atkvæðagreiðslu og þingslitum.

Fyrirlesarar:
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaklasans.
Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi á Akureyri.
Guðmundur Haukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vistorku og formaður undirnefndar umhverfismála.
Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi á Akureyri.
Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps.
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og 1. þingmaður NA-kjördæmis.
Níels Guðmundsson, endurskoðandi hjá Enor.
Rebekka Kristín Garðarsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE.
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.

Skráðir gestir:
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar.
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar.
Helga Íris Ingólfsdóttir.
Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar.
Karl Eskil Pálsson.
Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Norðausturkjördæmis.
Logi Einarsson, þingmaður Norðausturkjördæmis.
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Norðausturkjördæmis.
Snæbjörn Sigurðsson.
Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar.

Starfsmenn og embættismenn:
Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
Ari Páll Pálsson, verkefnastjóri hjá SSNE.
Baldvin Valdemarsson, verkefnastjóri hjá SSNE.
Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE.
Eyþór Björnsson, framkvæmdastjóri hjá SSNE.
Helga María Pétursdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE.
Kolfinna María Níelsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE.
Nanna Steina Höskuldsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE.
Rebekka Kristín Garðarsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE.
Silja Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE.
Vigdís Rún Jónsdóttir, verkefnastjóri menningarmála hjá SSNE.

Þingfulltrúar:

Aðalmenn

Mæting

Varamenn

Mæting

Þröstur Friðfinnsson

Grýtubakkahreppur

x

Fjóla V. Stefánsdóttir

x

Margrét Melstað

Grýtubakkahreppur

 

Þórarinn Ingi Pétursson

 

Kristján Þór Magnússon

Norðurþing

x

Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir

 

Helena Eydís Ingólfsdóttir

Norðurþing

x

Birna Ásgeirsdóttir

 

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir

Norðurþing

x

Berglind Hauksdóttir

 

Hjálmar Bogi Hafliðason

Norðurþing

x

Bergur Elías Ágústsson

 

Hafrún Olgeirsdóttir

Norðurþing

x

Hrund Ásgeirsdóttir

 

Arnór Benónýsson

Þingeyjarsveit

x

Margrét Bjarnadóttir

 

Árni Pétur Hilmarsson

Þingeyjarsveit

x

Dagbjört Jónsdóttir

 

Jóna Björg Hlöðversdóttir

Þingeyjarsveit

x

Sigríður Hlynur H. Snæbjörnsson

 

Gestur Jensson

Svalbarðsstrandarhreppur

 

Anna Karen Úlfarsdóttir

x

Björg Erlingsdóttir

Svalbarðsstrandarhreppur

x

Ólafur Rúnar Ólafsson

 

Axel Grettisson

Hörgársveit

x

Ásrún Árnadóttir

 

Jón Þór Benediktsson

Hörgársveit

x

Jónas Þór Jónasson

 

Þorsteinn Ægir Egilsson

Langanesbyggð

x

Halldóra J. Friðbergsdóttir

 

Siggeir Stefánsson

Langanesbyggð

x

 

 

Sigurður Þór Guðmundsson

Svalbarðshreppur

x

Sigríður Jóhannesdóttir

 

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Dalvíkurbyggð

 

Þórunn Andrésdóttir

 

Katrín Sigurjónsdóttir

Dalvíkurbyggð

x

Þórhalla Franklín Karlsdóttir

 

Lilja Guðnadóttir

Dalvíkurbyggð

x

Felix Rafn Felixson

x

Kristján Eldjárn Hjartarson

Dalvíkurbyggð

x

Guðmundur St. Jónsson

 

Helga Helgadóttir

Fjallabyggð

 

Sigríður Guðrún Hauksdóttir

 

Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir

Fjallabyggð

 

Nanna Árnadóttir

x

Jón Valgeir Baldursson

Fjallabyggð

 

Tómas Atli Einarsson

 

Elías Pétursson

Fjallabyggð

x

Særún Hlín Laufeyjardóttir

 

Halla Björk Reynisdóttir

Akureyrarbær

x

Þórhallur Jónsson

 

Guðmundur Baldvin Guðmundsson

Akureyrarbær

x

Geir Kristinn Aðalsteinsson

 

Hilda Jana Gísladóttir

Akureyrarbær

x

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

 

Andri Teitsson

Akureyrarbær

 

Rósa Njálsdóttir

 

Ingibjörg Ólöf Isaksen

Akureyrarbær

x

Unnar Jónsson

 

Heimir Haraldsson

Akureyrarbær

 

Lára Halldóra Eiríksdóttir

 

Gunnar Gíslason

Akureyrarbær

x

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir

 

Eva Hrund Einarsdóttir

Akureyrarbær

x

Anna Fanney Stefánsdóttir

 

Sóley Björk Stefánsdóttir

Akureyrarbær

x

Berglind Ósk Guðmundsdóttir

 

Hlynur Jóhannsson

Akureyrarbær

 

Þórhallur Harðarson

 

Helgi Héðinsson

Skútustaðahreppur

x

Dagbjört Bjarnadóttir

 

Sveinn Margeirsson

Skútustaðahreppur

x

Margrét Halla Lúðvíksdóttir

 

Jón Stefánsson

Eyjafjarðarsveit

x

Halldóra Magnúsdóttir

 

Hermann Ingi Gunnarsson

Eyjafjarðarsveit

x

Rósa Margrét Húnadóttir

 

Ásta Arnbjörg Pétursdóttir

Eyjafjarðarsveit

x

Sigríður Bjarnadóttir

 

Getum við bætt síðuna?