Fara í efni
Umsóknarfrestur: Listamannalaun

Umsóknarfrestur er til 15:00 þann 1.okt 2025

Fyrir hverja?
Starfslaun listamanna eru veitt úr átta sjóðum:

  • launasjóði hönnuða
  • launasjóði myndlistarmanna
  • launasjóði rithöfunda
  • launasjóði sviðslistafólks
  • launasjóði tónlistarflytjenda
  • launasjóði tónskálda
  • launasjóði kvikmyndahöfunda
  • Vegsemd, sjóði fyrir listamenn 67 ára og eldri

Fjölbreytni og nýliðun:

  • Stjórn listamannalauna leggur áherslu á að úthlutanir endurspegli þá fjölbreyttu flóru listafólks og listsköpunar sem blómstrar á hverjum tíma.
  • Til að tryggja eðlilega nýliðun skal úthluta að lágmarki 7% mánaða hvers sjóðs til nýliða.
  • Nýliðar teljast listamenn sem aldrei hafa fengið úthlutun og listamenn sem hafa fengið allt að þriggja mánaða úthlutun einu sinni. 

Nánari upplýsingar veita:

Nokkur praktísk atriði:

  • Umsóknir eru einstaklingsumsóknir og nota þarf rafræn skilríki við gerð þeirra. Ef við á þarf að tilgreina umsóknarnúmer samstarfslistamanna í umsóknum.
    Sviðslistahópar sækja um í launasjóð sviðslistafólks í gegnum umsókn Sviðslistasjóðs.
  • Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður áfanga- eða lokaskýrslu að hafa verið skilað vegna fyrri starfslauna. 
  • Á vef listamannalauna er umsóknarform, matskvarði, áherslur stjórnar, lög og reglugerð og leiðbeiningar um gerð umsókna og skýrslna.
  • Vefur listamannalauna
Umsóknarfrestur: Listamannalaun