Fara í efni
Umsóknarfrestur: Húsafriðunarsjóður

Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsfriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til:

  • viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, ásamt öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.
  • byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningar húsa og mannvirkja, og miðlunar upplýsinga um þær.
  • sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr.575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð.

Umsóknir eru metnar m.a. með tilliti til varðveislugildis, td vegna byggingarlistar, menningarsögu, umvherfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar.

Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á vef Minjastofnunar Íslands á www.minjastofnun.is

Fjöldi umsókna í húsafriðunarsjóð árið 2021 var 361, sem er metfjöldi umsókna. Veittir voru 240 styrkir og úthlutað var 305.000.000 kr., en sótt var um rétt ríflega 1,5 milljarð króna. Heildarúthlutun til verkefna á Norðurland eystra var 35,5 milljónir kr. sem lesa má nánar um hér.

Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2021.

 

 

 

Umsóknarfrestur: Húsafriðunarsjóður