Sól rís í Grímsey - Styrktartónleikar fyrir nýrri kirkju í Grímsey
Styrktartónleikar fyrir nýja kirkju í Grímsey verða haldnir í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 27. apríl, kl. 20:00
Miðar til sölu og nánari upplýsingar um reikning fyrir frjáls framlög má finna hér.
Frábærir listamenn koma fram: Friðrik Ómar, Kristjana Arngrímsdóttir, Óskar Pétursson, Stefán Elí, Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir, Anna Skagfjörð, tríó Jónasar Þórs, Ívars og Valmars. Hljómsveitina skipa Emil Þorri Emilsson, Jón Þorsteinn Reynisson, Kristján Edelstein, Stefán Gunnarsson og Valmar Väljaots.
Kynnir kvöldsins: Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson
Kynnir kvöldsins: Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson
Allt listafólkið gefur vinnu sína sem framlag til söfnunarinnar.