Loftslagsmál, losunarbókhald og allt hitt
Námskeiðið er ætlað kjörnum fulltrúum og starfsfólki í umhverfis og skipulagsmálum innan SSNE og hluti af LOFTUM; sem unnið er af SÍMEY og Þekkingarneti Þingeyinga og styrkt af Sóknaráætlun svæðisins.
Rafn Helgason, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, fer yfir losun gróðurhúsalofttegunda, skuldbindingar og markmið Íslands í loftslagsmálum. Farið verður yfir ólíka flokka losunar, helstu hugtök og áherslumál sem snerta losunarbókhald. Eftir námskeiðið ættu þátttakendur að þekkja muninn á skuldbindingum og markmiðum Íslands í loftslagsmálum og hvar helstu áherslumál sveitarfélaga gætu legið í þeim efnum. Námskeiðið fer fram í gegnum Zoom og skráningar fara fram á heimsíðum SÍMEY og Þekkingarnets Þingeyinga.