Leitin að Norðansprotanum - Lokaviðburður
Norðansprotinn er nýsköpunarkeppni þar sem leitað er að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands. Keppnin fer fram dagana 19.-23. maí og lýkur með úrslitum sem haldin verða í Messanum hjá Drift EA.
Upphaf fjárfestingasjóður mun veita verðlaunafé upp á 1.000.000 kr.
Norðansprotinn er hluti af nýsköpunarferðalagi Norðurlands sem er ætlað að vera leiðarvísir frumkvöðla frá hugmyndarstigi að fjárfestingu.
Norðansprotinn er samstarfsverkefni SSNE, SSNV, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum, Drift EA og Hraðsins með veglegum stuðningi frá Upphaf fjárfestingasjóði.