Fara í efni
Opið fyrir umsóknir fyrir almenna jarðræktarstyrki og landgreiðslur fyrir árið 2025
Umsóknum skal skilað fyrir miðnætti, miðvikudag 1. október nk. Til að geta sent inn umsóknir í Afurð þarf að liggja fyrir skýrsla um ræktun ársins 2025 í skýrsluhaldskerfinu Jörð.
Athygli er vakin á að þeir framleiðendur sem sóttum um jarðræktarstyrk vegna útiræktaðs grænmetis þurfa að sækja sérstaklega um almennan jarðræktarstyrk.

 Jarðaræktarstyrkir

 Jarðræktarstyrkjum skal varið til nýræktar og endurræktunar á túnum, kornræktar og ræktunar annarra fóðurjurta. Uppskera er forsenda fyrir jarðræktarstyrk.
Styrkhæf ræktun er ræktun grass, korntegunda til dýrafóðurs og manneldis, ræktun olíujurta, þar með talin ræktun jurta til framleiðslu á lífdísil, enda sé hratið nýtt til fóðurs. Einnig ræktun grænfóðurs til beitar og uppskeru á ræktunarári. Beit búpenings telst ígildi uppskeru og því styrkhæf, einnig nýting kornhálms og annarra jurta til uppræktunar jarðvegs í útiræktun grænmetis.
Ræktun vetraryrkja sem sáð er um mitt sumar og endurræktun túna er tekin út á ræktunarári.

Landgreiðslur

 Skilyrði fyrir landgreiðslum er uppskera til fóðuröflunar á ræktuðu landi sem umsækjanda er heimilt að nýta. Ef einungis hluti þess lands sem sótt er um styrk út á gefur uppskeru, skal skrá sérstaklega fjölda þeirra hektara.

 Ágangur álfta og gæsa

 Þá er einnig vakin athygli á að greiddur er stuðningur vegna skemmda sem hlotist hafa af ágangi álfta og gæsa á nýrækt, við endurrækt á túnum, kornrækt og rækt annarra fóðurjurta

Umsóknir berist á Afurð.

Opið fyrir umsóknir fyrir almenna jarðræktarstyrki og landgreiðslur fyrir árið 2025