Fara í efni
Atvinnuleikhópar

Fyrir hverja?

Atvinnuleikhópa. Ath. að einstaklingur geta sótt um fyrir hönd leikhóps.

Til hvers?

Veittir eru styrkir til einstakra verkefna eða gerðir starfssamningar til lengri tíma.

Úthlutun

Erfitt er að tímasetja úthlutun en stefnt er að fyrri hluta júní nk.

Umsóknarfrestur

Næsti umsóknarfrestur er 1. október 2020, kl. 23:59. Athugið að skrifstofa Rannís lokar kl. 16:00.

Umsóknum skal skilað rafrænt; einungis er tekið við rafrænum fylgigögnum með umsókn.

EN

Hvert er markmiðið?

Alþingi veitir árlega fé í fjárlögum til stuðnings leiklistarstarfsemi með það að markmiði að efla íslenska leiklist og aðrar sviðslistir og búa þeim hagstæð skilyrði. Slíkur fjárstuðningur getur auk almennrar leikstarfsemi tekið til barnaleikhúsa, brúðuleikhúsa, óperustarfsemi og listdans.

Hvað er styrkt?

Veittir eru styrkir til einstakra verkefna atvinnuleikhópa eða gerðir starfssamningar til lengri tíma.
Að jafnaði er ekki gert ráð fyrir styrkveitingum til rekstrar og umsýslu samtaka, fyrirtækja og stofnana, sem hljóta regluleg rekstrarframlög, né til verkefna sem er lokið.
Umsókn í atvinnuleikhópa getur einnig gilt sem umsókn til listamannalauna sé merkt við þar til gerðan reit í umsóknarformi.
Leiklistarráð gerir tillögu til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um úthlutun fjár sem veitt er í fjárlögum til stuðnings atvinnuleikhópum, sbr. leiklistarlög nr. 138/1998

Greinargerð

Hafi umsækjandi áður fengið styrk af fjárveitingu til starfsemi atvinnuleikhópa skal það vera ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir afgreiðslu nýrrar styrkumsóknar að fyrir liggi greinargerð um framkvæmd fyrra verkefnis og ráðstöfun styrkfjárins. Leiklistarráð getur kallað eftir frekari upplýsingum vegna umsóknar ef nauðsyn krefur.

Hlutverk Rannís

Hlutverk Rannsóknarmiðstöðvar Íslands, Rannís, er að sjá um umsýslu styrktarsjóðs atvinnuleikhópa fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Atvinnuleikhópar