Fara í efni

Leitað er eftir listafólki eða lögaðilum sem hafa metnað fyrir barnamenningu

Leitað er eftir listafólki eða lögaðilum sem hafa metnað fyrir barnamenningu

List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um listviðburði eða verkefni á sviði barnamenningar fyrir grunnskólabörn. Starfandi listafólk sem og stofnanir og aðrir lögaðilar er sinna barnamenningu á einhvern hátt geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 17. mars 2024. Valnefnd fer yfir umsóknir og hefur List fyrir alla  samtal við þau verkefni sem valnefnd velur. List fyrir alla sér um þætti líkt og ferðakostnað, laun og uppihald þeirra listverkefna sem ferðast um landið fyrir grunnskólanemendur. 

List fyrir alla er barnamenningarverkefni á vegum menningar - og viðskiptaráðuneytis. Eitt af hlutverkum List fyrir alla er að velja og miðla listviðburðum um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á annars vegar menningu fyrir börn og hin vegar menningu með börnum. Það er kostur ef verkefni eru ferðavæn og geti hentað frekar stórum hópi í einu. 

Miðað er við eftirfarandi skilgreiningu á listum en menningararfurinn gengur þvert á allar listgreinar:

  • Sviðslistir (leiklist og dans)
  • Tónlist
  • Myndlist
  • Hönnun og byggingalist
  • Kvikmyndagerð
  • Bókmenntir

Áhugasömum er bent á að umsóknir eru rafrænar og má finna formið á heimasíðu List fyrir alla

--> Í gegnum List fyrir alla opnast nýir möguleikar á samstarfi og samvinnu milli skóla, listafólks og listastofnana.
--> Verkefninu er jafnframt ætlað að vera mikill stuðningur við starfandi listgreinakennara.

Í því samhengi er vert að nefna að á heimasíðu List fyrir alla er að finna afar mikilvægar upplýsingar fyrir viðburðarstjóra, framleiðendur, skólastjórnendur og listafólk:

Getum við bætt síðuna?