Fara í efni

Sýnileiki matvælaframleiðslu

Markmið verkefnisins er að vekja athygli á frumframleiðslu matvæla á starfssvæði SSNE og þar með styrkja ímynd svæðisins sem svæði með mikla og öfluga matvælaframleiðslu.  

Gerð verða stutt myndbönd með frumframleiðendum matvæla sem dreift verður á miðlum SSNE og víðar. SSNE hefur orðið töluvert mikla reynslu í gerð stuttra innslaga og notkunar til að skapa jákvæða ímynd fyrir svæðið í heild.

Verkefninu er þannig ætlað að styrkja og styðja við staðbundna framleiðslu. Lögð verður áhersla á fjölbreytta framleiðslu á öllu starfssvæði SSNE.

Upphæð 2024: 6.500.000 kr. 

Verkefnastjóri Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri SSNE

Getum við bætt síðuna?