Fara í efni

Fundargerð - stjórn SSNE - 28. fundur - 11. ágúst 2021

11.08.2021

Fundur haldinn miðvikudaginn 11. ágúst 2021 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl. 15:10.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Jón Stefánsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Þröstur Friðfinnsson, Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir og Eyþór Björnsson sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.  Efling framhaldsskólanna á Norðurlandi eystra

Elva Gunnlaugsdóttir og Ingunn Helga Bjarnadóttir sátu fundinn undir þessum lið. Þær fóru yfir samstarf SAMNOR og SSNE og helstu mál sem eru á borðinu. Rædd voru umhverfismál, samgöngumál og efling framhaldsskólanna með áherslu á að fjölga nemendum. Rætt var um möguleika til að styðja við gerð kynningarefnis fyrir framhaldsskólana á svæðinu.

„Stjórn þakkar Elvu og Ingunni Helgu fyrir erindi á fundinum. Stjórn tekur undir mikilvægi þess að styrkja framhaldsskólana á Norðurlandi eystra og stefnir að fundi með SAMNOR á haustmánuðum.“

2. Tillaga SSNE að aðgerð í jafnréttisáætlun Rúv.

Rætt um stöðu RÚV og hlutverk. Stjórn SSNE samþykkti eftirfarandi bókun:

„Stjórn SSNE skorar á stjórn og stjórnendur RÚV að bæta við svohljóðandi byggðaaðgerð í jafnréttisáætlun stofnunarinnar:

  • Markmið: Auka meðvitund frétta- og dagskrárgerðarmanna um búsetu viðmælenda
  • Aðgerð: Skráning viðmælenda eftir búsetu í föstum þáttum og fréttum
  • Ábyrgð: Dagskrárstjóri
  • Tímarammi: Tölur fyrir hvern miðil birtar opinberlega á þriggja mánaða fresti“

3.  Almenningssamgöngur

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála varðandi uppgjör við Vegagerðina vegna Strætó.

4.  Starfsemi Eims

Kristján Þór Magnússon, formaður stjórnar Eims, fór yfir málefni félagsins.

5.  Tilnefning í skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum

Fylgiskjal: Bréf Mennta- og menningarmálaráðuneytisins dags. 22. júlí 2021.

„Kallað hefur verið eftir tillögum frá Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi. Stjórn SSNE mun afgreiða málið í tölvupósti og staðfesta á næsta fundi stjórnar.“

6.  Aukaþing SSNE

Rætt var um tímasetningu aukaþings SSNE í ljósi þess að kosningar til Alþingis eru 25. september, daginn eftir áætlaða dagsetningu aukaþings SSNE.

„Stjórn ákveður að aukaþing SSNE verði haldið 1. október næstkomandi og verði hagað í samræmi við tilmæli sóttvarnaryfirvalda.“

7.  Hagkvæmnismat fyrir líforkuver

Guðmundur Haukur Sigurðarson, formaður umhverfisnefndar SSNE, sat fundinn undir þessum lið. Hagkvæmnismat líforkuvers hefur hlotið styrk til verkefna sem stuðla að eflingu hringrásahagkerfisins á Íslandi, kr. 5 millj. Staðan og næstu skref rædd í ljósi þess.

„ Stjórn felur framkvæmdarstjóra að vinna málið áfram og verður umræðum um það haldið áfram á næsta stjórnarfundi.“

8.  Starfsreglur starfsfólks SSNE

Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu að siðareglum starfsfólks SSNE og kynnti drög að starfsmannahandbók.

„Stjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að siðareglum fyrir starfsfólk SSNE með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum“

9.  Persónuverndarstefna SSNE

Framkvæmdastjóri kynnti tillögu að persónuverndarstefnu SSNE.

„Stjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að persónuverndarstefnu félagsins.“

10.  Efni til kynningar.

10. a) Ársskýrsla SSNE til Byggðastofnunar

10. b) Mat á Nýsköpunarviku á Norðurlandi (SSNE og SSNV)

10. c) Fundargerð stjórnarfundar MN 6. júlí

10. d) Umsögn Fjallabyggðar um drög að rgl. um öryggiskröfur fyrir jarðgöng

Bókun stjórnar:

Stjórn SSNE fagnar því að fyrirhugað sé að bæta til muna það regluverk sem gildir um öryggiskröfur fyrir jarðgöng á Íslandi. Hins vegar tekur stjórn undir þau sjónarmið Fjallabyggðar og rök Vegagerðarinnar um að það sé með öllu óásættanlegt að ekki sé í reglugerðinni gerð skýlaus krafa um farsímasamband í veggöngum sem eru yfir 500 m að lengd. Þá tekur stjórn SSNE undir það mat Fjallabyggðar að engin ástæða sé til að gera minni kröfur til eldri jarðganga, styttri eða þar sem umferðarþungi nær ekki 2.000 ökutækjum á akrein að meðaltali á dag, svo lengi sem tæknilega er mögulegt að koma viðeigandi öryggisbúnaði fyrir í göngunum.“

10. e) Umsögn slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar vegna draga að breytingum á rgl um öryggi í jarðgöngum.

10. f) Umsögn Fjallabyggðar um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga- og reglugerðarumhverfis sjókvíaeldis.

11.  Frá nefndasviði Alþingis og Samráðsgátt

11. a) Grænbók um samgöngumál: Grænbók - drög í samráðsgátt.pdf

“ SSNE óskar eftir því að umsagnartími Grænbókar um samgöngumál verði framlengdur í ljósi þess að málið var í umsagnarferli á hásumarleyfistíma.“

11. b) Grænbók um fjarskipti: Graenbok-fjarskipti-juli2021.pdf

 

Getum við bætt síðuna?