Fara í efni

Fundargerð – Stjórn Eyþings – 324. fundur – 27. ágúst 2019

27.09.2019

Fundur haldinn þriðjudaginn 27. ágúst 2019 á Þórshöfn og hófst fundurinn kl: 14:15. Fundi slitið kl. 16:00.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sóley Stefánsdóttir, Helgi Héðinsson, Katrín Sigurjónsdóttir, Axel Grettisson, Elías Pétursson, Kristján Þór Magnússon í gegnum fjarfundarbúnað og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Endurskipulagning Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna.

Formaður fór yfir fund, sem haldinn var á Húsavík 13. ágúst sl., með fulltrúaráði og starfsmönnum Eyþings, AFE og AÞ um sameiningu félaganna þriggja.

2.     Bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu frá 19. ágúst sl.

Formaður fór yfir bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem greint er frá framlagi úr Jöfnunarsjóði vegna ársins 2019. Auk þess er óskað er eftir greinargerð um          framkvæmd þeirra verkefna sem unnið verður að á árinu 2019 ásamt sundurliðaðri kostnaðaráætlun þar að lútandi.

Framkvæmdastjóra falið að senda greinargerð og kostnaðaráætlun í samræmi við erindi bréfsins.

3.     Minnisblað frá stjórn SvAust er varðar breytingu á akstursleið milli Egilsstaða og Akureyrar frá 20. ágúst sl.

Formaður fór yfir minnisblað, sem barst Eyþingi, þar sem stjórn SvAust gerir athugasemd við breytingu á akstursleið milli Egilsstaða og Akureyrar sem tók gildi í byrjun sumars    2019.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að ræða við verkefnastjóra SvAust.

4.     Úttekt á stöðu vega og öryggismála.

Formaður fór yfir uppkast Ólafs Guðmundssonar að vegaúttekt á Eyþingssvæðinu.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.

5.     Starfsmannamál.

Formaður fór yfir stöðu mála.

6.     Efni til kynningar

a)     56. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 14. júní 2019.

b)    57. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 27. júní 2019.

c)     Fundargerð 45. fundar stjórnar SSNV frá 4. júní 2019.

d)    Fundargerð 46. fundar stjórnar SSNV frá 6. ágúst 2019.

e)     546. fundur stjórnar SASS frá 16. maí 2019.

f)     547. fundur stjórnar SASS frá 28. júní 2019.

g)    Fundargerð 872. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 21. júní 2019.

h)    Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um grænbók um flugsamgöngur frá 6. ágúst 2019.

i)      Póstur um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga frá 19. ágúst 2019.

j)      Bréf um landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum frá 20. júní 2019.

k)    Bréf um stefnu í úrgangsmálum frá 12. júlí 2019.

l)      Bréf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sveitarfélögin – LÝSA 2019 - frá 5. ágúst 2019.

m)   Póstur um Skólaþing sveitarfélaga sem haldið verður á Grand hóteli 4. nóvember 2019.

n)    Boðun XXXIV. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 6. september 2019.

7.     Önnur mál.

Formaður kynnti fyrir stjórn fund stýrihóps Stjórnarráðsins og landshlutasamtakanna sem haldinn verður í haust. Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.

Getum við bætt síðuna?