Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 316. fundur - 9.1.2019

09.01.2019

Fundur haldinn, miðvikudaginn 9. janúar 2019 á skrifstofu Skútustaðarhrepps og hófst fundurinn kl: 13:00. Fundi lauk kl: 16:35. 

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Gunnar Gíslason í forföllum Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur, Kristján Þór Magnússon, Katrín Sigurjónsdóttir (í gegnum fjarfundarbúnað), Sigurður Þór Guðmundsson í forföllum Elíasar Péturssonar, Axel Grettisson og Helgi Héðinsson sem ritaði fundargerð. 

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár. 

1. Umræða um áhersluverkefni sóknaráætlunar 2019
Stjórn ræddi ýmiss verkefni sem mögulega koma til greina sem áhersluverkefni sóknaráætlunar 2019. Stjórn felur starfandi framkvæmdastjóra að leggja umræddar tillögur að átaksverkefnum fyrir næsta stjórnarfund. 

2. Skipulag og verkáætlun fagráðanna
Til umræðu var skipulag og verkáætlun fagráðanna við yfirferð umsókna í Uppbyggingarsjóð. Inn á fundinn komu í gegnum fjarfundarbúnað Eva Hrund Einarsdóttir formaður úthlutunarnefndar, Eiríkur H. Hauksson formaður fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar, Hulda Sif Hermannsdóttir formaður fagráðs menningar og Linda Margrét Sigurðardóttir verkefnastjóri hjá Eyþingi. Stjórn þakkar formönnum og verkefnasjóra fyrir þeirra greinargerð og veittar upplýsingar. 

3. Ráðning verkefnastjóra hjá Eyþingi
Lagt fram minnisblað starfandi framkvæmdastjóra til kynningar um ráðningarferli og ráðningu verkefnastjóra hjá Eyþingi. Stjórn gerir ekki athugasemdir við ferlið eða ráðninguna. 

4. Starfsmannamál
Fært í trúnaðarbók 

5. Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum
Ráðstefnan og vinnustofan „ Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum“ verður haldin á Hótel Örk í Hveragerði, þriðjudaginn 22. janúar kl 10:00 – 17:00 og miðvikudaginn 23. janúar kl 9:00 – 16:00. Að ráðstefnunni stendur Byggðastofnun, sem jafnframt sér um skipulag og umgjörð ráðstefnunnar ásamt Stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál. Tilgangur ráðstefnunnar er að ná heildstæðari árangri með samtali um stefnur ríkisins í landshlutunum. Í undirbúningi eru nýjar sóknaráætlanir landshluta og er þetta einn liður í þeim undirbúningi.
Stjórn samþykkir að formaður, starfandi framkvæmdastjóri og verkefnastjóri menningarmála sæki ráðstefnuna. 

6. Fulltrúaráðsfundur 23. janúar 2019
Fyrirhuguðum fulltrúaráðsfundi frestað til föstudagsins 15. febrúar kl 10:00. Jafnframt verði stjórnarfundur sem fyrirhugaður var 12. febrúar færður til 15. febrúar kl 13:00. 

7. Málefni almenningssamgangna
Lagt fram minnisblað starfandi framkvæmdastjóra er varðar almenningsakstur í Laugar og Svalbarðsstrandarhreppi. Þá er lögð fram yfirlýsing skólameistara framhaldsskóla á Norðausturlandi sem lýsir yfir eindregnum stuðning við almenningsakstur í Laugar enda myndi slíkur akstur styðja við samstarf skólanna og auka möguleika á því að nemendur geti sótt nám í fleiri en einum skóla á Norðausturlandi.
Aukin þjónusta almenningssamgangna hefur verið til umræðu á vettvangi stjórnar Eyþings á síðustu misserum og þá m.a. er varðar aukna þjónustu almenningssamgangna í Laugar. Þá liggur fyrir vilji sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar um að standa straum að almenningssamgönguakstri að Laugum. Sjórn samþykkir að unnið verið að því að ekið verði að Laugum og áætlunarleið nr 56 aðlöguð þeirri ákvörun enda komi til viðbótarfjármagn frá Þingeyjarsveit vegna þess kostnaðarauka sem til verður vegna leiðarinnar í Lauga. Starfandi framkvæmdastjóra er falið að vinna með Þingeyjarsveit og Strætó b.s. að því að koma á almenningssamgöngum í Lauga. Þá einnig að ræða við sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps varðandi mögulegar tengingar almenningssamgangna við Svalbarðseyri en með tilkomu Vaðlaheiðargangna er ekki lengur tenging almenningssamgangna við staðinn.
Þá er lagður fram viðaukasamningur vegna þjónustu Strætó bs á árinu 2019. Stjórn samþykkir samninginn og felur starfandi framkvæmdastjóra undirritun hans.
Þá er lagt fram til kynningar erindi og ábendingar frá Andreas Macrander varðandi almenningssamgöngur, leið 56. Vísað til frekari skoðunar og meðhöndlunar m.a. þegar samningar við Vegagerðina og ríkið verða ræddir vegna þjónstu almenningssamgangna á árinu 2020. 

8. Fundagerðir til kynningar 

a) Fundargerð frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga vegna fundar 866  lögð fram til kynningar.

b) Fundargerð stjórnar SASS http://www.sass.is/541-fundur-stjornar-sass/ 

9. Frá nefndarsviði alþingis. 

a) Tillaga til þingsályktunar um fimm ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2019-2023, 403. mál. https://www.althingi.is/altext/149/s/0544.html
Stjórn Eyþings áréttar stefnu stjórnvalda um að auka notkun gervinhnattarleiðsögutækni fyrir leiðsögu flugvéla á Íslandi. 

b) Tillaga til þingsályktunar um stefnu í fjarskiptum fyrir árin 2019-2033, 404. mál. https://www.althingi.is/altext/149/s/0545.html 

10.       Önnur mál.  

 

Fleira ekki gert og fundi slitið 16:35

Getum við bætt síðuna?