Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 315. fundur – 11.12.2018

11.12.2018

Fundur haldinn á fjarfundarformi, þriðjudaginn 11.desember 2018 og hófst fundurinn kl: 13:30 og lauk kl: 15:30.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sóley Björk Stefánsdóttir, Kristján Þór Magnússon, Katrín Sigurjónsdóttir, Helgi Héðinsson, Elías Pétursson, Axel Grettisson og Páll Björgvin Guðmundsson starfandi framkvæmdastjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1. Til kynningar og endanlegrar afgreiðslu samningar við Hópferðabíla Akureyrar og Vegagerðina ásamt viðauka vegna almenningssamgangna árið 2019. Þá er lögð fyrir ný tímatafla Strætó á leiðum 79A og 56A en tilkoma Vaðlaheiðargangna hefur áhrif á tímatöfluna. Stjórn staðfestir samningana og nýja tímatöflu frá Strætó.

2. Til umræðu áhersluverkefni sóknaráætlunar fyrir árið 2019. Fyrir liggja hugmyndir frá samráðsvettvangi sóknaráætlunar, markaðsstofu Norðurlands og Eyþingi er varða áhersluverkefni ársins 2019. Hugmyndum er vísað til frekari vinnslu og tekið fyrir á næsta stjórnarfundi.

3. Erindi frá minjastofnun um tilnefningu Eyþings í minjaráð. Stjórn tilnefnir Steinunni Maríu Sveinsdóttur Akureyri í minjaráð og Sigurð Guðna Böðvarsson Mývatnssveit til vara.

4. Erindi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um stefnumótun og sviðsmyndagerð á Eyþingssvæðinu. Stjórn þakkar atvinnuþróunarfélaginu erindið og vísar því til frekari skoðunar þegar niðurstöður viðræðna um form samstarfs og samvinnu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna liggja fyrir.

5. Starfsmannamál

a) Ráðning verkefnastjóra.

Ráðning verkefnastjóra til eins árs. Fyrir liggur tillaga um ráðningu verkefnastjóra hjá Eyþingi til eins árs, en staðan er nú laus til umsóknar. Stjórn staðfestir tillögu starfandi framkvæmdastjóra eins og hún kemur fram í minnisblaði.

b) Tillögur að reglum

Tillögur að reglum um laun stjórnar Eyþings og starfshópa vísað til frekari umræðu og að þær verði lagðar fram á næst aðalfundi Eyþings.

c) Skrifstofa Eyþings

Skrifstofa Eyþings verður lokuð milli jóla og nýárs.

d) Önnur mál færð í trúnaðarmálabók.

 

6. Til kynningar

a. Fundargerð 865. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga.

b. Fundargerð 39. fundur stjórnar SSNV.

c. Skýrsla um uppbyggingu flugvallakerfisins og efling innanlandsflugs sem almenningssamgangna.

 Stjórn Eyþings fagnar nýútkominni skýrslu um "Uppbyggingu flugvallarkerfisins á Íslandi og eflingu innanlandsflugs". Að koma varaflugvöllum landsins inn í efnahagsreikning ISAVIA og að breyta eigendastefnu ISAVIA á þann hátt að hún taki mið að byggðamálum, eflingu ferðaþjónustunnar og atvinnuuppbyggingar um allt land er stórt og mikilvægt skref í uppbyggingu vallanna. Þá telur stjórn Eyþings að það, að jafna aðgengi landsmanna að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum með niðurgreiðslum á fargjöldum í innanlandsflugi geta verið eina stærstu byggðaaðgerð sem ráðist hefur verið í á síðari árum. Stjórn Eyþings hvetur alþingi til þess að veita tillögunum framgang, svo að þær komist til framkvæmda hið fyrsta.

d. Átakshópur um húsnæðismál. Afrit af bréfi til sveitarfélaga.

e. Minnisblað vegna stöðu fjárhags Eyþings samanborið við fjárhagsáætlun 2018 lagt fram til kynningar.

 

7. Önnur mál.

Engin önnur mál voru tekin fyrir til umræðu.

Getum við bætt síðuna?