Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 314. fundur - 23.11.2018

23.11.2018

Fundur haldinn í Hafnarstræti 91, föstudaginn 23. nóvember 2018 og hófst fundurinn kl 10:00. Fundarhlé var gert kl: 11:50 vegna fulltrúaráðsfundar og fundi framhaldið kl: 16:00 í Hofi. Fundi lauk um kl: 18:00

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sóley Björk Stefánsdóttir, Kristján Þór Magnússon, Katrín Sigurjónsdóttir, Arnór Benónýsson í forföllum Helga Héðinssonar, Elías Pétursson, Jón Stefánsson í forföllum Axels Grettissonar og Páll Björgvin Guðmundsson starfandi framkvæmdastjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár:

1. Staða almenningssamgangna
Farið yfir fund með Vegagerðinni 13. nóvember sl. er varðaði almenningssamgöngur á Eyþingssvæðinu. Þá liggur fyrir fundinum til kynningar bréf starfandi framkvæmdastjóra til Vegagerðarinnar um breytingu á fjárhagsáætlun almenningssamgangna hjá Eyþingi.
Fyrir liggja drög að samningi við Vegagerðina sem gerður er á grunni yfirlýsingar í framhaldi af fundi aðila 10. október 2018.
Stjórn Eyþings samþykkir samhljóða að ganga til samninga við Vegagerðina á grundvelli yfirlýsingar um reksturinn árið 2019 og þess samnings sem nú liggur fyrir. Jafnframt er starfandi framkvæmdastjóra falið að ganga frá samningi við Hópferðabíla Akureyrar um akstur á árinu 2019.

2. Erindi vegna þjónustu almenningssamgangna við Laugar.
Lagt fram erindi Sigurbjörns Árna Arngrímssonar skólameistara Framhaldsskólans á Laugum er varðar þjónustu almenningssamgangna við Laugar. Frekari skoðun á erindinu er vísað til umræðu í þeim samningaviðræðum sem nú eru í gangi, en fjárframlög vegna aukinnar þjónustu þurfa að vera til staðar svo hægt sé að auka þjónustuna. Vilji stjórnar stendur til þess að almenningssamgöngur nái til Lauga, Þórshafnar og Hrafnagilshverfis.
Samþykkt samhljóða.

3. Tilnefningar í fagráð og úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs

Úthlutunarnefnd:
Eva Hrund Einarsdóttir formaður, Akureyri
Eiríkur H. Hauksson, Svalbarðsstrandarhreppi
Hulda Sif Hermannsdóttir, Akureyri 
Tryggvi Finnsson, Norðurþingi 
Dagbjört Bjarnadóttir, Skútustaðahreppi 

Varamenn:
Jóna Matthíasdóttir, Norðurþing
Valdemar Þór Viðarsson, Dalvíkurbyggð 

Menningarráð-fagráð menningar:
Hulda Sif Hermannsdóttir formaður, Akureyri
Sólveig Elín Þórhallsdóttir, HA
Magnús G. Ólafsson, Fjallabyggð
Guðni Bragason, Norðurþing
Líney Sigurðardóttir, Langanesbyggð 

Varamenn:
Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, Norðurþing
Sigfús Karlsson, Akureyri 

Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar:
Eiríkur H. Hauksson formaður, Svalbarðsstrandarhreppi
Heiðrún Óladóttir, Langanesbyggð
Eva Dereksdóttir, Akureyri
Margrét Víkingsdóttir, Dalvíkurbyggð
Thomas Helmig, Norðurþing 

Varamenn:
Sigríður Bjarnadóttir, Eyjafjarðarsveit
Elías Pétursson, Langanesbyggð 

Stjórn staðfestir samhljóða tilnefningu í fagráð og úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs.

4. Uppbyggingarsjóður 2019
Lagt fram til kynningar upplýsingar um umsóknir í Uppbyggingarsjóð 2019 og minnisblað verkefnastjóra menningarmála. Alls bárust 132 umsóknir þar af 50 til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 82 til menningar. Samtals var sótt um rúmlega 305 mkr. 161. mkr. til atvinnuþróunar og nýsköpunar og 144,7 mkr. til menningarstarfs. Á næstu vikum verða umsóknir metnar og gert er ráð fyrir að svör berist umsækjendum í kringum 20. janúar 2019. Stefnt er að úthlutunarhátíð í byrjun febrúar 2019.
Stjórn samþykkir samhljóða að boða formenn fagráðanna og verkefnastjóra á næsta stjórnarfund Eyþings.

5. Áhersluverkefni 2018
Lagt fram minnisblað verkefnastjóra til kynningar hjá Eyþingi um framgang áhersluverkefna 2018. Frekari umræða verður um áhersluverkefnin á næstu fundum stjórnar.

6. Efling samstarfs skóla á svæði Eyþings
Lagt fram erindi Hermínu Gunnþórsdóttur er varðar eflingu samstarfs skóla á Eyþingssvæðinu m.a. er varðar nemendur af erlendum uppruna. Stjórn þakkar erindið og samþykkir að vísa því til umræðu á fulltrúaráðsfundi í janúar 2019.

7. Yfirlit vegna fulltrúaráðsfundar
Lögð fram til kynninga og umræðu dagskrá vegna fulltrúaráðsfundar sem haldinn verður í Hofi 23.nóvember 2018. Næsti fundur fulltrúaráðsfundar verður boðaður 23. janúar 2019.

8. Úttekt á innra starfi Eyþings
Umræður stjórnar um úttekt á innra starfi Eyþings m.t.t. framtíðarsýnar, hlutverks og stefnu Eyþings til framtíðar. Róbert Ragnarsson hjá RR ráðgjöf mætti á fundinn og fór yfir tillögur sínar. Stjórn þakkar Róberti fyrir greinagóða kynningu.

9. Prókúra Eyþings starfandi framkvæmdastjóra
Stjórn undirritar tilkynningu um Pál Björgvin Guðmundsson, starfandi framkvæmdastjóra, sem prókúruhafa hjá Eyþingi. Skrifstofu falið að koma undirrituðu eyðublaði til skila.

10. Samgönguáætlun 2019-2023
Lagt fram til kynningar bréf til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og farið yfir fund sem formaður og starfandi framkvæmdastjóri sóttu fyrir hönd Eyþings hjá umhverfis og samgöngunefnd.

11. Starfshópur um samstarf Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna
Stjórn skipaði á fundi sínum 23.október sl. starfshóp til að hefja viðræður við atvinnuþróunarfélögin AFE og AÞ samkvæmt tillögu sem samþykkt var á aðalfundi Eyþings. Vinnan er nú hafin og verður kynnt í stjórn eftir því sem fram vindur. Mikilvægt er að vinnan gangi hratt fyrir sig svo hægt sé að kynna niðurstöður og taka afstöðu á aukaðalfundi í mars.

12. Stykir úr stefnumótandi byggðaáætlun
Lagður fram viðaukasamningur við samning um sóknaráætlun Norðurlands eystra. Á grundvelli styrkumsóknar Eyþings komu styrkir til tveggja sértækra verkefna: 

Stórskipahöfn í Finnafirði. Stofna á tvö félög, annað um reksturinn sem er í eigu sveitarfélaga og hitt verði þróunarfélag sem sér um kynningu og markaðssetningu og er í samstafið við Bremenport í Þýskalandi. Halda á áfram nauðsynlegri undirbúningsvinnu vegna þessa.
Framleiðsla rafmangs með lághitavatni úr borholu Æ3 við Skógarlón í Öxarfirði. Setja á upp varmarafal (ORC) til að framleiða rafmagn með lághita sem þýðir hagkvæmari kælingu og betri endingu veitukerfa. Vatnið úr borholunni er nú 116 gr/c sem þýðir að kæla þarf það inn á veituna. Velja þarf lausnir, hanna aðstöðu, setja upp varmarafal og kerfi og koma á samstarfi. 

Stjórn samþykkir samhljóða samninginn og felur starfandi framkvæmdastjóra að undirrita hann og fylgja samningagerð eftir til verkefnishafa.

13. Starfsmannamál
Bókun stjórnar færð í trúnaðarmálabók. 

14. Þingmál lögð fram til kynningar 

  1. Tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu með sérstöku tilliti til bújarðar, 20. mál (12. nóv) https://www.althingi.is/altext/149/s/0020.html
  2. Frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 231. mál (15.nóv) https://www.althingi.is/altext/149/s/0246.html
  3. Frumvarp til umferðarlaga, 219. mál (15. nóv) https://www.althingi.is/altext/149/s/0231.html
  4. Frumvarp til laga um landgræðslu, 232. mál (15. nóv) https://www.althingi.is/altext/149/s/0247.html
  5. Frumvarp laga til póstþjónustu, 270. mál (29. nóv) https://www.althingi.is/altext/149/s/0293.html.
    Liðnum er frestað og óskað eftir umsögn verkefnastjóra.
  1. Tillaga til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í húsnæðismálum, 5. mál (29. nóv)https://www.althingi.is/altext/149/s/0005.html
  2. Frumvarp til laga um búvörulög og búnaðarlög (verðlagsnefnd búvara, undanþágur frá ákv. samkeppnislaga, verðjöfnunargjöld) 17. mál. (28. nóv)https://www.althingi.is/altext/149/s/0017.html
  3. Tillaga til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem vara flugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli, 34. mál (29.nóv) https://www.althingi.is/altext/149/s/0034.html

15. Til kynningar 

  1. Fundur með stýrihópi Stjórnarráðsins 3. des n.k. um sóknaráætlun. Formaður stjórnar og verkefnastjóri munu sækja fundinn.
  2. Fundir vegna verkefna Brothættra byggða (Raufarhöfn og framtíðin og Öxarfjörður í sókn) voru haldnir í þessari viku. Fundargerðir verða kynntar í stjórn þegar þær liggja fyrir.
  3. Boðað var til fundar með nefnd alþingis sem fjallar um innanlandsflug, en formaður stjórnar Eyþings sótti fundinn.
  4. Fundargerðir framkvæmdaráðs SSA 1. og 2. fundur og aðalfundar SSA
  5. Fundargerð 6. stjórnarfundar stjórnar SSA
  6. Fundargerð 2. haustþings SSNV http://www.ssnv.is/is/um-ssnv/haustthing/2-haustthing-2018
  7. Fundargerð 538. fundar stjórnar SASS http://www.sass.is/538-fundur-stjornar-sass/
  8. Bréf Samgöngufélagsins dags. 23.10.2018 og bókun stjórnar SSNV vegna þess dags. 7. nóv.
  9. Fjárbeiðni Stígamóta fyrir árið 2019
  10. Skilavegir á Norðurlandi eystra. Svar Vegagerðarinnar við beiðni stjórnar.
    Liðnum er frestað til frekari umræðu.

   11. Bréf frá sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar.
Ákvörun stjórnar Eyþings byggðist á því að nægt fjármagn lá fyrir á þeim tíma til að hefja viðræður um tímabundna framkvæmdastjórn, ráðgjöf og aðra sérfræðiþjónustu. 

16. Önnur mál
Breyting á fundaáætlun stjórnar Eyþings 2018-2019. Stjórn ákveður að fundur sem átti að vera 8. janúar 2019 verður 9. janúar.

Getum við bætt síðuna?