Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 312. fundur - 23.10.2018

23.10.2018

 

312. fundur stjórnar Eyþings haldinn á Fosshóteli Húsavík, þriðjudaginn 23. október 2018.

Mætt: Hilda Jana Gísladóttir, Sóley Björk Stefánsdóttir, Axel Grettisson, Kristján Þór Magnússon, Katrín Sigurjónsdóttir og Elías Pétursson. Arnór Benónýsson mætti í forföllum Helga Héðinssonar.

Starfsmaður Eyþings Linda Margrét Sigurðardóttir sat fundinn undir liðum 2-14.

 

Fundur hófst kl. 14.07. Þetta var til umfjöllunar og afgreiðslu:

 

  1. Starfsmannamál, bókað í trúnaðarmálabók. 

Linda Margrét Sigurðardóttir kom inn á fundinn kl. 16:20.

 2.      Fundaáætlun 2018-2019
Stjórn Eyþings samþykkti að fastur fundartími verði annan þriðjudag í mánuði. Fundir verði að jafnaði haldir til skiptis í Eyjafirði, í Þingeyjarsýslu og á fjarfundi.

 3.      Sóknaráætlun
a.      Skipan fagráða og úthlutunarnefndar
Stjórn Eyþings felur starfsmönnum Eyþings að hafa samband við einstaklinga í úthlutunarnefnd, menningarráð-fagráð menningar og fagráð atvinnuþróunar- og nýsköpunar í samræmi við umræður á fundinum. Endanlegar tillögur muni berast stjórn fyrir 6. nóvember til samþykktar.

b.      Skipting fjármuna
Stjórn Eyþings samþykkir samhljóða eftirfarandi skiptingu framlaga á sóknarsvæði 2019.

  •             40 miljónir króna til menningarráðs – fagráðs menningar.
  •             40 miljónir til fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar.
  •             48,6 miljónir í áhersluverkefni.
  •             9 miljónir í umsýslu.

 4.      Skipan starfshóps til að hefja viðræður við atvinnuþróunarfélögin
Stjórn leggur fram eftirfarandi tillögu að 5 manns í starfshóp til að hefja viðræður við atvinnuþróunarfélöginAFE og AÞsamkvæmt tillögu sem samþykkt var á aðalfundi Eyþings.

  • Þóroddur Bjarnason formaður, HA
  • Hilda Jana Gísladóttir, Akureyri
  • Kristján Þór Magnússon, Norðurþingi
  • Sigurður Þór Guðmundsson, Svalbarðshreppi
  • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, Fjallabyggð

Starfshópnum er falið að skila niðurstöðu úr viðræðunum fyrir 1. mars 2019.   

 5.      Undirbúningur fyrir fund með Fjárlaganefnd
Formaður og varaformaður fara á fund Fjárlaganefndar föstudaginn 26.október.

 6.      Almenningssamgöngur
Formaður upplýsti um viðræður sem farið hafa fram við Vegagerðina og landshlutasamtökin vegna almenningssamgangna. Formanni og starfsmanni Eyþings falið að vinna málið áfram.

 7.      Persónuvernd
Eyþing hefur ekki ráðið persónuverndarfulltrúa. Stjórn samþykkir samhljóða að fela starfsmanni Eyþings að kanna færar leiðir í málinu.

 8.      Til kynningar

a.      Fundargerð 536. fundar stjórnar SASS http://www.sass.is/536-fundur-stjornar-sass/ og fundargerð 537. fundar stjórnar SASS http://www.sass.is/537-fundur-stjornar-sass/

b.      Fundargerð 37. fundar stjórnar SSNV

c.       Fundargerð 863. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

d.      Áskorun frá stjórn sambands garðyrkjubænda.

e.       Ályktanir Fjórðungssambands Vestfjarða http://www.vestfirdir.is/frettir/Alyktanir_3Haustthings_Fjordungssambands_Vestfirdinga/

f.        Fundargerðir stjórnar SSA, 3. 4. og 5. fundur

g.      Bréf frá Jafnréttisstofu þar sem óskað er eftir upplýsingum um kynjahlutfall í fastanefndum.

h.      Bókun Svalbarðsstrandahrepps 4.10.18

i.        Greinargerð um sóknaráætlanir landshluta 2017

Ofangreindir liðir a. til i. lagðir fram til kynningar.

 9.      Úrgangsmál
Stjórn leggur áherslu á að starfshópur í tengslum við áhersluverkefni í úrgangsmálum fundi sem fyrst.

 10.  Fulltrúaráð
Búið er að óska eftir því að sveitarfélögin tilnefni í fulltrúaráð Eyþings. Ákveðið að fyrsti fundur stjórnar með fulltrúaráði og samráðsvettvangi sóknaráætlunar verði föstudaginn 23.nóvember á Akureyri.

 11.  Samantekt Alta frá aðalfundi Eyþings
Stjórn samþykkir samhljóða að samantektin verði leiðrétt í inngangi samanber umræður á fundinum og vísar samantektinni til sveitarfélaga og fundar fulltrúaráðs.

 12.  Framtíðarhlutverk landshlutasamtaka
Í stjórnsýslunni er verið að vinna að skilgreiningu á framtíðarhlutverki landshlutasamtaka. Stjórn samþykkir samhljóða að óska eftir því við sveitarfélögin á Eyþingssvæðinu að þau taki til umræðu hvert á að vera framtíðarhlutverk landshlutasamtaka og að hugmyndir sem fram koma þar verði lagðar fram til umræðu á fulltrúaráðfundinum 23. nóvember nk.

 13.  Þingmál

a)      Tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál.  https://www.althingi.is/altext/149/s/0019.html
Stjórn Eyþings bendir á að samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun er æskilegt að ný ríkisstofnun verði staðsett utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er starfrækt fjölmenningarsetur á Ísafirði og notendur þessarar þjónustu eru dreifðir um allt landið.

b)     Frumvarp til laga um vegalög, 32. mál. https://www.althingi.is/altext/149/s/0032.html
Stjórn Eyþings tekur undir mikilvægi þess að þjóðferjuleiðir verði bætt við sem skilgreiningu vegalaga á þjóðvegum og undir þá skilgreiningu falli ferjuleiðir sem tengja byggðar eyjar við grunnvegakerfi landsins. 

c)      frumvarp til laga um veiðigjald, 144. mál. https://www.althingi.is/altext/149/s/0144.html
Lagt fram til kynningar. 

d)     Tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, 172. mál  https://www.althingi.is/altext/149/s/0173.html
Stjórn Eyþings lýsir yfir miklum vonbrigðum með að í fimm ára samgönguáætlun sé ekki gert ráð fyrir fjármögnun uppbyggingar Akureyrarflugvallar. Það samræmist hvorki byggðastefnu stjórnvalda né umræðu um mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið. Þá hvetur stjórn Eyþings ríkisstjórnina til að ljúka við löngu tímabæra eigendastefnu Isavia, ekki síðar en um áramótin 2018/2019.

Stjórn Eyþings fagnar áformum um uppbyggingu Dettifossvegar í samgönguáætlun en leggur áherslu á að mikilvægt er að tryggja fjármagn til áframhaldandi uppbyggingar annarra samgöngumannvirkja í landshlutanum. Sérstaklega verði horft til uppbyggingu vegar um Langanesströnd og Brekknaheiði.

Stjórn ítrekar mikilvægi almenningssamgangna á Eyþingssvæðinu og bendir á að framlögð samgönguáætlun gerir ekki ráð fyrir þeim fjármunum sem þarf til málaflokksins. 

e)      Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033, 173. mál https://www.althingi.is/altext/149/s/0174.html
Lagt fram til kynningar.  

f)       Frumvarp til laga um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun, 158. mál. https://www.althingi.is/altext/149/s/0158.html
Lagt fram til kynningar. 

g)      Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu o.fl. (dvalarrými og dagdvöl), 185. mál https://www.althingi.is/altext/149/s/0189.html 
Lagt fram til kynningar.

 14.  Skýrsla framkvæmdastjóra
Aðalfundur Eyþings ályktaði að skýrsla RR ráðgjafar, úttekt á innra starfi Eyþings yrði send til sveitarstjórna á Eyþings svæðinu. Stjórn samþykkir samhljóða að óska eftir því að fá úttektaraðila RR ráðgjafar á fund stjórnar.

 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 20:00

Fundargerð ritaði Katrín Sigurjónsdóttir

Getum við bætt síðuna?