Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 310. fundur - 26.9.2018

26.09.2018

Árið 2018, miðvikudaginn 26. september, kom nýkjörin stjórn Eyþings saman til fundar í Hafnarstræti 91, Akureyri. Mætt voru Hilda Jana Gísladóttir, formaður, Axel Grettisson, Elías Pétursson, Helgi Héðinsson, Katrín Sigurjónsdóttir, Kristján Þór Magnússon og Sóley Björk Stefánsdóttir.

 

Fundur hófst kl. 13:05. 

Þetta gerðist helst.

 

1. Stefnumótandi byggðaáætlun umsókn í flokki C1
Stjórn Eyþings felur starfsmanni að skila inn umsóknum fyrir hönd Eyþings.
Verkefnastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið. 

2. Starfsmannamál (fært í trúnaðarbók) 

3. Kjör varaformanns Eyþings
Samþykkt samhljóða að Kristján Þór Magnússon verði varaformaður Eyþings.  

4. Kjördæmavika
Stjórn Eyþings felur formanni að fara með ályktun aðalfundar Eyþings á fund þingmanna í kjördæmaviku. 

  

Fundi slitið kl. 15:58.  

Hilda Jana Gísladóttir ritaði fundargerð.

 

Getum við bætt síðuna?