Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 31.05.2011

31.05.2011
Stjórn Eyþings
222. fundur

Árið 2011, þriðjudaginn 31. maí, kom stjórn Eyþings saman til fundar á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit. Mætt voru Bergur Elías Ágústsson formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur. Fundur hófst kl. 10:10.
Þetta gerðist helst.

 

 
1. Ársreikningur 2010, ásamt bréfi endurskoðanda dags. 31. maí 2011.
Samkvæmt rekstrarreikningi námu rekstrartekjur sambandsins á árinu 51,1 millj. kr. og voru þær 2,8 millj. kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrargjöld sambandsins námu 50,2 millj. kr. og reyndust 4,5 millj. kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir. Hagnaður af starfsemi sambandsins nam samkvæmt rekstrarreikningi 2,1 millj. kr. Þar af nam hagnaður sambandsins án menningarráðs 0,9 millj. kr. en hagnaður menningarráðs nam 1,2 millj. kr. Árið 2009 nam hagnaður sambandsins 0,9 millj. kr.
Fjármagnsliðir reyndust vera jákvæðir  um 1,2 millj. kr. 
Menningarráð Eyþings er rekið sem sjálfstæður þáttur í starfsemi sambandsins. Tekjur vegna menningarsamnings námu 32,5 millj. kr. auk þess sem 4,0 millj. kr. voru færðar sem fyrirframinnheimtar tekjur. Gjöld vegna samningsins námu 31,9 millj. kr. og reyndust 4,2 millj. kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir. Uppsafnaðar fyrirframinnheimtar tekjur sem ekki hefur enn verið úthlutað námu 15,0 millj. kr.  Fjármagnstekjur vegna menningarsamningsins námu 0,6 millj. kr.
Óráðstafað eigið fé nam 12,7 millj. kr. í árslok (þar af 3,0 millj. kr. vegna menningarráðs), en nam 10,6 millj. kr. í árslok 2009.
Hlutur Eyþings í áætluðum lífeyrisskuldbindingum hjá B-deild LSR vegna starfsmanna skólaþjónustu Eyþings nam 13,0 millj. kr. en nam 12,6 millj. kr. í árslok 2009.
Stjórn Eyþings staðfesti ársreikninginn með undirskrift sinni og vísar honum til aðalfundar.

 

2. Fundargerðir menningarráðs, dags 3. og 4. apríl, 29. og 30. fundur.
Lagðar fram.

 

3. Þingmál.
(a) Tillaga til þingsályktunar um heildarúttekt á starfsemi æskulýðs- og ungmennasamtaka á Íslandi, 494. mál.
http://www.althingi.is/altext/139/s/0810.html
Lagt fram.
(b) Tillaga til þingsályktunar um Skipasafn Íslands í Reykjanesbæ, 280. mál.
http://www.althingi.is/altext/139/s/0323.html
Lagt fram. 
(c) Frumvarp til laga um almenningsbókasöfn (gjaldtökuheimildir), 580. mál. 
http://www.althingi.is/altext/139/s/0980.html.
Lagt fram. 
(d) Frumvarp til laga um menningarminjar (heildarlög), 651. mál.  
http://www.althingi.is/altext/139/s/1153.html
Lagt fram. 
(e) Frumvarp til laga um safnalög (heildarlög), 650. mál.
http://www.althingi.is/altext/139/s/1152.html.
Lagt fram.  
(f) Frumvarp til laga um skil menningarverðmæta til annarra landa (heildarlög, EES-reglur), 649. mál.
http://www.althingi.is/altext/139/s/1151.html 
Lagt fram. 
(g) Frumvarp til laga um Þjóðminjasafn Íslands (heildarlög), 648. mál. 
http://www.althingi.is/altext/139/s/1150.html    
Lagt fram.
(h) Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 726. mál.
http://www.althingi.is/altext/139/s/1250.html
Stjórn Eyþings telur frumvarpið vel unnið og styður það í öllum meginatriðum, þó áherslumunur kunni að vera um einstaka atriði. Stjórnin vill vekja athygli á nokkrum þáttum frumvarpsins.
1. Stjórnin styður ákvæði frumvarpsins um landshlutasamtök sveitarfélaga, sbr. 97. grein.
2. Samkvæmt 93. grein skal samstarf sveitarfélaga um tiltekin verkefni, s.s. embætti byggingafulltrúa eða félagsþjónustu, annað hvort vera í byggðasamlagi eða með framsali verkefnisins til eins sveitarfélags. Um þetta atriði eru nokkuð skiptar skoðanir og að sumra mati þörf á að rýmka þetta ákvæði.
3. Stjórnin lýsir ánægju með 32. grein sem lýtur að þóknun fyrir störf sveitarstjórnarmanna en greinin er talsvert breytt frá fyrri drögum.
4. Skiptar skoðanir eru um hvort heppilegt sé að hafa í lögunum heimild um að tvö eða fleiri sveitarfélög geti ráðið framkvæmdastjóra saman, sbr. 54. grein.
5. Með hliðsjón af þeim nýmælum sem felast í 64. grein telur stjórn Eyþings mikilvægt að drög að reglugerð um nánari útfærslu fjármálareglna liggi fyrir áður en frumvarpið verður að lögum. Jafnframt telur stjórnin mikilvægt að sett verði inn til bráðabirgða ákvæði um að lögin verði endurskoðuð innan fárra ára með tilliti til reynslunnar af framkvæmd fjármálareglna.
6. Í 117. grein er kveðið á um viðurlög við vanrækslu sveitarstjórnarmanna. Gæta þarf þess að starfsumhverfi sveitarstjórnarmanna verði ekki með þeim hætti að það fæli fólk frá setu í sveitarstjórnum. Mörg ákvæði frumvarpsins miða að því að gera ábyrgð sveitarstjórna og einstakra sveitarstjórnarmanna skýrari en áður. Þau ákvæði eru til mikilla bóta. Sú spurning vaknar hins vegar hvort að auki er þörf á dagsektarákvæðum. Einnig hvort ekki eigi að gilda hliðstæð ákvæði hjá ríki og sveitarfélögum.
7. Að mati stjórnar Eyþings er sá kafli frumvarpsins sem lýtur að sameiningu sveitarfélaga rökréttur miðað við anda frumvarpsins og áherslu á sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga. Skiptar skoðanir hafa þó komið fram um ákvæði 124. greinar um að heimilt sé að sameina sveitarfélög yfir mörk kjördæma án þess að það hafi áhrif á skipan kjördæma við alþingiskosningar.
8. Stjórn Eyþings vill að lokum lýsa yfir ánægju með 130. grein frumvarpsins sem kveður á um mat á kostnaðaráhrifum lagafrumvarpa og stjórnvaldsaðgerða á sveitarfélögin.
(i) Frumvarp til laga um vatnalög og rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu (tímalengd nýtingarleyfa og forgangsréttur), 720. mál.
http://www.althingi.is/altext/139/s/1244.html
Lagt fram.
(j) Frumvarp  til  laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk (heildarlög), 728. mál.
http://www.althingi.is/altext/139/s/1252.html.
Lagt fram.
(k) Frumvarp til laga um Byggðastofnun (ársfundur og stjórnarmenn), 721. mál.
http://www.althingi.is/altext/139/s/1245.html.
Stjórn Eyþings telur frumvarpið ótímabært. Eins og fram kemur í athugasemdum frumvarpsins skipaði ráðherra nefnd með fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi til að endurskoða lagaákvæði um lánastarfsemi Byggðastofnunar í heild sinni. Nefndinni var ætlað að skila tillögum sínum eigi síðar en 1. maí 2011.  Stjórn Eyþings telur eðlilegt að bíða með breytingar á lögum Byggðastofnunar a.m.k. þar til unnið hefur verið úr tillögum nefndarinnar. Breytingar á skipun stjórnar verði þá skoðaðar í tengslum við aðrar breytingar sem kunna að verða gerðar á lögunum. Þá er einnig vakin athygli á því að endurskoðun á stoðkerfi atvinnulífsins er til umfjöllunar á vettvangi sóknaráætlunarinnar Ísland 2020.
(l) Frumvarp til laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíuleitarleyfi), 719. mál. 
http://www.althingi.is/altext/139/s/1243.html 
Lagt fram.
(m) Frumvarp til laga um starfsmannaleigur (upplýsingagjöf og dagsektir), 729. mál.
http://www.althingi.is/altext/139/s/1253.html
Lagt fram.
(n) Frumvarp til  laga um fæðingar- og foreldraorlof (EES-reglur o.fl.), 748. mál. 
http://www.althingi.is/altext/139/s/1298.html 
Lagt fram.  
(o) Frumvarp til laga um námsstyrki  (aukið jafnræði til náms), 734. mál.
http://www.althingi.is/altext/139/s/1259.html
Lagt fram.
(p) Frumvarp til laga um grunnskóla (bættur réttur nemenda o.fl.),  747. mál.
http://www.althingi.is/altext/139/s/1290.html  
Lagt fram. 
(q) Frumvarp til laga um  Landsbókasafn - Háskólabókasafn (heildarlög), 760. mál. 
http://www.althingi.is/altext/139/s/1316.html 
Lagt fram.
(r) Frumvarp til laga um breyt. á lögreglulögum (fækkun lögregluumdæma o.fl.), 753. mál. 
http://www.althingi.is/altext/139/s/1305.html   
Stjórn Eyþings tekur ekki afstöðu til frumvarpsins í heild en vekur athygli á tveimur almennum atriðum sem hún telur mjög aðfinnsluverð. Í fyrsta lagi að ekki hefur farið fram fjárhagsleg greining eða hagkvæmniathugun á því skipulagi sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Í öðru lagi að gert er ráð fyrir framsali á framtíðaruppbyggingu og stefnumótun til sérstakrar verkefnisstjórnar.
(s) Frumvarp til laga um embætti sérstaks saksóknara (flutningur efnahagsbrotadeildar), 754. mál.
http://www.althingi.is/altext/139/s/1306.html
Lagt fram. 
(t) Frumvarp til laga um barnalög (réttindi barns, forsjá, sáttameðferð o.fl.), 778. mál. 
http://www.althingi.is/altext/139/s/1374.html 
Lagt fram. 

 

4. Ísland 2020 – sóknaráætlun landshlutans.
(a) Fundargerð kynningarfundar 6. maí sl. á Akureyri.
Lögð fram.
(b) Fundargerð vinnufundar um landshlutaáætlanir, haldinn 27. maí í innanríkisráðuneytinu.
Lögð fram.
(c) Skipulag verkefnisins.
Lagt var fram skipurit fyrir verkefnið og hugmyndir um verkefnahópa í fyrsta áfanga. Stjórnin samþykkti skipuritið. Framkvæmdastjóra falið að vinna að því að koma fót verkefnahópum í samræmi við skipuritið og þau sjónarmið sem fram komu í stjórninni. Tekið er mið af þeim áherslum sem sett eru fram í Ísland 2020 og þeim áherslum sem fram komu á „þjóðfundi“ landshlutans á síðasta ári og þess jafnframt gætt að takmarka fjölda verkefnahópa í fyrstu.
(d) Vest-Norden Foresight verkefnið í Borgarbyggð og Fjallabyggð.
Sigurður Valur og Pétur Þór greindu frá verkefninu og fundi um það sem haldinn var 20. maí sl. Bentu þeir á að verkefnið félli vel að vinnu við sóknaráætlun. Verkefnið tekur einnig til sveitarfélaga á Grænlandi og í Færeyjum.
(e) Samgönguáætlun 2011 – 2022 – Drög að stefnumótun.
Fram hefur komið að sóknaráætlunum landshluta er ætlað mikilvægt hlutverk í ákvörðunum samgönguyfirvalda um ráðstöfun fjármuna ríkisins. Stjórnin samþykkir að taka að sér samræmingarhlutverk sem snýr að samgönguáætlun og jafnframt að koma á formlegu samráði við sveitarfélögin á starfssvæðinu.
Drögin verða tekin til nánari umfjöllunar á næsta fund stjórnar.

 

5. Fundargerð vinnuhóps  um eflingu sveitarstjórnarstigsins, dags. 6. maí, 3. fundur.
Lögð fram.

 

6. Almenningssamgöngur.
Stjórnin samþykkti á síðasta fundi sínum að skipa nefnd til að vinna að samningi um almenningssamgöngur á Norðurlandi eystra og skipaði Sigurð Val Ásbjarnarson sem formann hennar. Stjórnin samþykkir að skipa með honum í nefndina Hjálmar Boga Hafliðason Húsavík og Ólaf Jakobsson Akureyri. Verkefnið er hluti af sóknaráætlun landshlutans og er nefndinni ætlað að kalla fulltrúa sveitarfélaganna til samráðs.
Stjórnin felur framkvæmdastjóra að ganga frá erindisbréfi fyrir nefndina.

 

7. Til kynningar.
(a) Afrit af bréfi velferðarráðuneytisins, dags. 5. maí, um skipun vinnumarkaðsráðs Norðurlands eystra.
Ráðuneytið hefur skipað Marinó Þorsteinsson sem aðalmann og Höllu Björk Reynisdóttur sem varamann í ráðið en þau voru tilnefnd af stjórn Eyþings (220. fundur).
(b) Afrit af bréfi Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 4. apríl, með umsögn um tillögu til þingsályktunar um ferðamálaáætlun 2011 – 2020.
(c) Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 18. apríl, um frumvarp til nýrra sveitarstjórnarlaga.
(d) Afrit af bréfi Grýtubakkahrepps til Vegagerðarinnar, dags. 22. mars, um aðgerðir til að auka öryggi á Grenivíkurvegi
.
(e) Fundargerðir frá landshlutasamtökum sveitarfélaga.
(f) Dagskrá ráðstefnunnar Landsbyggð tækifæranna (þekkingar- og fræðastarf á landsbyggðinni), 8. júní í Reykjavík.

 

8. Bréf frá umhverfisráðuneytinu, dags. 20. apríl, með ósk um umsögn um drög að reglugerð um flokkun vatnshlota, eiginleika þeirra, álagsgreiningu og vöktun.
Stjórnin gaf ekki umsögn um drögin en þau voru einnig send heilbrigðisnefndum sem fagaðilum.

 

9. Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 27. apríl, um kynnisferð til Brussel 5. – 9. júní nk.
Lagt fram.

 

10. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 23. maí, varðandi samráðsfund 31. maí um stefnumótun um friðlýst svæði í umsjón Umhverfisstofnunar.
Lagt fram.

 

11. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 25. maí, með hugmynd um fræðslufundi í landshlutunum um evrópsk byggðamál.
Framkvæmdastjóra falið að ræða hugmyndina við önnur landshlutasamtök, en hugmyndin fellur að nokkru leyti að ályktun aðalfundar 2010 um kynningu á áhrifum Evrópusambandsaðildar. Leggja þarf áherslu á hagnýta og skýra framsetningu.

 

12. Bréf frá Aflinu – samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi, dags. 25. maí, með beiðni um styrk.
Fram kom að sveitarfélögin fá einnig þetta erindi. Stjórnin telur því eðlilegt að sveitarfélögin hvert um sig taki afstöðu til styrkveitingar.

 

13. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 11. apríl, um framlag sjóðsins til landshlutasamtakanna 2011 o.fl.
Lagt fram.

 

14. Önnur mál.
(a) Flutningur atvinnustarfsemi frá Akureyri.
Síðustu daga hafa borist alvarlegar fréttir af atvinnustarfsemi á Akureyri. Fyrst kom tilkynning frá Já – 118 um að fyrirtækið hefði ákveðið að loka starfstöð sinni á Akureyri með 18,5 stöðugildum og efla þess í stað starfstöðvar sínar í Reykjanesbæ og Reykjavík í hagræðingarskyni. Já er fyrirtæki sem þjónustar alla landsmenn.
Fáum dögum síðar kom tilkynning frá Saga fjárfestingarbanka um að ákveðið hefði verið að flytja höfuðstöðvar bankans til Reykjavíkur og jafnframt að allri starfsemi verði hætt á Akureyri. Við þetta hverfur fjöldi sérhæfðra og vellaunaðra starfa.
Geir Kristinn upplýsti að fulltrúar Akureyrarbæjar hefðu óskað eftir fundum með forsvarsmönnum ofangreindra fyrirtækja til að fá skýringar. Óhjákvæmilegt er að atburðir af þessu tagi komi til umræðu við gerð sóknaráætlunar fyrir landshlutann.

 

(b) Efst á baugi í Mývatnssveit.
Dagbjört greindi frá afkomu sveitarfélagsins, stöðu í skólamálum og fór yfir helstu verkefni sem eru framundan í Skútustaðahreppi, m.a. stórum verkefnum í skipulagsmálum.

Fundi slitið kl. 13:05
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.
Getum við bætt síðuna?