Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 308. fundur - 12.9.2018

12.09.2018

Árið 2018, miðvikudaginn 12. september, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Siglufirði. Mætt voru Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður, Arnór Benónýsson, Gunnar I. Birgisson, Sif Jóhannesdóttir og Gunnar Gíslason varamaður. Elías Pétursson var í síma. Einnig sat fundinn Pétur Þór Jónasson framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Fundur hófst kl. 13:00.

Þetta gerðist helst.

 

 1.      Aðalfundur 2018.

a)      Drög að skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra.  Framkvæmdastjóri fór yfir drögin og mun senda stjórnamönnum skýrsluna til yfirlestrar áður en hún fer til aðalfundarfulltrúa.

b)      Tillaga að fjárhagsáætlun 2019 og endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2018. Stjórnin gerði ekki athugasemdir og verða áætlanirnar lagðar fyrir aðalfund.

c)      Fundarstjórn. Samþykkt var tillaga um tvo fundarstjóra, þau Þorstein Gunnarsson og Silju Jóhannesdóttur.

d)      Nefndir. Samþykkt var að skipa í tvær nefndir sem starfi á aðalfundinum, þ.e. kjörnefnd og fjárhags- og stjórnsýslunefnd og að þær verði skipaðar með eftirfarandi hætti:

Í kjörnefnd:
Halla Björk Reynisdóttir,
Jón Stefánsson
Helena Eydís Ingólfsdóttir

Í fjárhags- og stjórnsýslunefnd:
Katrín Sigurjónsdóttir
Gunnar Gíslason
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
Þröstur Friðfinnsson
Jóna Björg Hlöðversdóttir
Helgi Héðinsson
Óli Halldórsson

e)      Tillaga að skipan í fagráð og úthlutunarnefnd. Á aðalfundi 2017 var lögð fram tillaga sem ekki tókst að leiða til lykta. Málinu var vísað til stjórnar. Stjórnin samþykkti þrjár orðalagsbreytingar á þeirri tillögu og verður hún lögð fyrir aðalfund með þeim breytingum. 

f)       Undirbúningsgögn fyrir vinnustofu um hlutverk og áherslur Eyþings á kjörtímabilinu 2018 – 2022. Lögð var fram verkefnistillaga frá Alta, sem framkvæmdastjóri gerði grein fyrir. Stjórnin samþykkti tillöguna og fól framkvæmdastjóra að ljúka undirbúningi í samstarfi við Alta.

g)      Drög að tillögu stjórnar um viðræður um sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna. Tilefnið er erindi stjórnar AFE sem var til umfjöllunar á 307. fundi stjórnar.  Arnór gerði grein fyrir forsendum að baki tillögunni sem byggir á umræðu á fundi Héraðsnefndar Þingeyinga. Stjórnin samþykkir tillöguna sem er svohljóðandi:

Aðalfundur Eyþings haldinn í Mývatnssveit 21.-22. september 2018 samþykkir að skipa fimm einstaklinga í starfshóp til að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar í samræmi við erindi þess til fundarins. Jafnframt er starfshópnum falið að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga um form samstarfs og samvinnu þessara þriggja aðila á sviði atvinnu- og byggðamála til framtíðar. Það er sameiginleg sýn aðildarsveitarfélaga Eyþings að heillavænlegt sé til framtíðar litið að samstarfsverkefnin sem sinnt er nái yfir allt starfssvæði landshlutasamtakanna og því mikilvægt að heildarsýn náist í sameiginlegri atvinnuþróun og byggðarmálum á Eyþingssvæðinu. Starfshópurinn skal hafa lokið störfum fyrir 1. mars 2019.“

Tillagan verður lögð fyrir aðalfund. 

Umræða varð um tillögu Gunnars I. Birgissonar um fjölgun í stjórn. Tillagan hefur þegar verið send til aðalfundarfulltrúa.

Framkvæmdastjóra var falið að ganga frá ofannefndum gögnum fyrir aðalfund.

 2.      Fundargerð frá samráðsfundi Eyþings 7. september sl.
Lögð fram. Fundurinn fjallaði annars vegar um stöðuna í almenningssamgöngum og hins vegar um erindi stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar varðandi mögulegan samrekstur með Eyþingi.

 3.      Almenningssamgöngur.
Lögð voru fram gögn um uppsafnaða stöðu til ársloka 2017 og áætlaða stöðu til ársloka 2019. Þá gerði formaður grein fyrir stöðunni í viðræðum við ríkið. Ekki hefur borist svar við bréfi Eyþings til samgönguráðherra, dags. 31. ágúst sl., vegna málsins.

 4.      Skýrsla Róberts Ragnarssonar ráðgjafa um greiningu á innra starfi Eyþings.
Formaður óskaði eftir að gerð verði sú breyting á síðustu fundargerð  (307. fundur) að um hafi verið að ræða drög að skýrslu. Það var samþykkt.
Rætt var um drög Róberts og farið yfir ábendingar og athugasemdir sem fram hafa komið. Lögð var fram breytt skýrsla sem verður til kynningar á aðalfundi.

 5.      Mál til umsagnar.
(a)   Heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Samráðsgátt opin til 1. okt. nk. https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=107
Rætt var um þær upplýsingar sem fram hafa komið frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og jafnframt um tengsl við framkvæmdaleyfi. Stjórnin telur ekki tilefni til ábendinga að svo stöddu en felur framkvæmdastjóra að skoða nánari upplýsingar sem kunna að koma fram.

 

Fundi slitið kl. 14:40.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.

Getum við bætt síðuna?